ók… ég þurfti að lesa þetta svona 5 sinnum til að skilja þetta.
En allaveganna.. að vera gáfaður, sem ég hef skilið það, þýðir að geta lært léttilega. Gaur sem að veit mikið, en hefur þurft að leggja voða mikið á sig til að vita það sem hann veit, og hefur eytt meiri tíma en aðrir til að læra það sem hann veit, finnst mér ekki vera voða gáfaður. Hinsvegar, gaur sem að veit mikið en hefur ekki þurft að leggja mikið á sig til að læra það, finnst mér vera gáfaður.
Heimskur gaur útí fátæku þorpi veit lítið vegna þess að kringumstæðurnar gera það að hann getur ekki lært. Það er eitthvað annað en heilinn hans sem stendur í veg fyrir að hann geti lært eitthvað. Það þýðir þá ekki að hann sé heimskur.
Hinsvegar, venjulegur strákur, sem á venjulegt líf og venjulega foreldra, en á erfitt með að læra, tel ég vera heimskann. Ekki illa meint, en hann er þá bara minni gáfaður en meðaltalan.
Þannig að niðurstaðan mín er: Maður fæðist með gáfur og ógáfur. Það er ekki hægt að verða gáfaður ef maður vill það.
Neville hefði tildæmis getað lært mikið í t.d töfradrykkjum, saga galdra, töfrabrögð osfv., en hann hefði þurft að leggja svo óóótrúlega mikið á sig. Þess vegna er hann ekki mjög gáfaður á þeim sviðum, hinsvegar er hann mjög gáfaður í “plöntufaginu” þarna (man ekki hvað það heitir), og kannski smá í Vörnum gegn myrku öflunum, en samt sem áður, er hann þá bara meðalmanneskja af því hann er gáfaður á sumum sviðum, en heimskur á öðrum sviðum. Ástæðan fyrir því er að hann hefur meiri áhuga á nokkrum sviðum en önnur. En fædd gáfuð manneskja, eins og t.d Hermione, getur nánast lært allt án þess að þurfa að einbeita sér voða mikið.. ástæðan fyrir því að hún lærir voða mikið í skólanum er útaf því að hún er einfaldlega hrædd við að fá ekki bestu einkunn, og hún gerir það sem þarf til að tryggja það að hún fái það. Ég held að hún sé í Gryffindor vegna þess að hún gerir allt fyrir vini sína og nánustu þegar þeir þurfa á hennar hjálp að halda, og hún verðmætur vinaskapinn mikið, hún er góð og níðist ekki á fólki og dæmir ekki áður en hún hefur kynnst fólki.
Og hvað er eiginlega munurinn á fólki innst inni sem að hefur gott sjálfsálit og fólki sem að hefur lélegt sjálfsálit? Nánast enginn held ég.
Og ég valdi það sem að ég valdi (Gryffindor), af því að ég veit að ég er alls ekki illa innrættur, ég er góður við flest fólk, og ég mundi gera nánast allt fyrir góða vini og nánustu, og mér finnst ekkert mál að gera það sem þarf ef þeir þurfa á hjálp.
Vona að þetta sé loka svarið á okkar umræðu :P
Þetta hefði frekar átt að vera á /heimspeki. Ef að eru einhverjar villur eða eitthvað sem þú skilur ekki hérna er það einfaldlega bara útaf því að ég nenni ekki að lesa yfir allt til að leiðrétta.
Bætt við 8. ágúst 2007 - 19:26
Var samt að pæla aðeins í nokkrar sekúndur í Slytherin vegna þess að ég hef “áhuga” á myrku öflunum, ég væri til í að læra það vegna þess að það er svo rosalega mikið af bæði óflóknir og flóknir og öflugir galdrar þarna sem að ég forvitnast mjög mikið um.
Ástæðan fyrir því að ég valdi ekki Slytherin er vegna þess að ég verðmæti vinskap og fjölskyldu meiri enn sjálfann mig og væri ekki til í að láta fólki líða illa til að fá það sem að ég sækist eftir.