Fyrirgefðu mér, eeen, verð bara aðeins að snúa útúr :/ ;D
Það er nú ekki alveg hægt að telja Snape illan þrátt fyrir að hann hafi gert það að gamni sínu að niðurlægja minni háttar, því það verður jú að játast að hann varð stöðugt að halda vissum orðstír innan reglu dráparanna, það væri þá talið frekar aumt að gefa einkabarni þekktra skyggna sælgæti :/
Þá gæti spurningin af hverju hann hefur stöðugt verið að þessu en ekki einungis eftir að hinn myrki herra sneri aftur stokkið upp á borðið.
Jú, Dumbledore var nú ekki heimskur, og þar sem hann grunaði alla tíð að Sá sem ekki má nefna væri ekki horfinn að fullu hefur hann varað Snape við því að láta orðstír sinn falla, þar sem það gæti orðið erfitt að koma sér aftur í mjúkinn hjá þú veist hverjum þegar börn drápara klaga Severus kallinn sífellt fyrir að vera góður við upprennandi skyggna og blóðníðinga ( eins og ég nú hata þetta orð :( ), Hann gæti nefnilega virðst hafa mýkst verulega, erfitt fyrir meðlim í innsta hring Voldemorts. Og þar sem Snape var nú alltaf góður í plönum þá hélt hann hlutverkinu út leikritið!
Svo á hann jú líka þá sálrænu afsökun að hann var eilíft alinn upp við greinilega fátækt og skort athygli foreldra frá unga aldri, auk þess að verða stöðugt fyrir barðinu á einelti vinsælla nemenda, svosem James Potter og gengi, sem ég persónulega tel vera versta óþokka á sínum uppvaxtarárum, það er jú sannað að fórnarlömb eru líklegri til að verða gerendur :/
Það að fórna lífi sínu fyrir eitthvað sem hann trúði á, s.s. ást, eða kærleika, er í mínum huga mesta hugrekki sem til er. Hann lenti í röngum félagskap á röngum tíma, það eitt er víst, en hann var ekki slæmur maður, svona inn við beinið. Hann óskaði þess heitast að komast í slytherin, og þar sem flokkunarhatturinn tekur óskir nemenda inn í reikninginn komst hann í þá vist, en ég held að það sé nokkuð ljóst miðað við hvaða mann hann hafði raunverulega að geyma að hann hefði átt að lenda í Gryffindor, þar sem hinir hugrökku og hugprúðu prýða gangana.
Mig langar til að biðja þig að taka það í reikninginn að hann fórnaði ju lífi sínu fyrir ást, sanna ást, en hana eru aðeins þeir færir að finna sem fullir eru að kærleika, og þeir sem eiga kærleika að vin hljóta að eiga í sér góðmennsku :D
Ég stend upp og klappa fyrir snape, því hann sá að sér, hann sneri frá því illa, hann sá góðu hliðina og hann varð hluti af henni alla tíð eftir það og vann fyrir ástina, sem að lokum varð Voldemort að bana!
Hefði það ekki verið fyrir hann hefði Voldemort getað komið potter hjónunum algerlega að óvörum og myrt þau öll í svefni, Harry J. Potter meðtöldum, hefði það ekki verið fyrir hann hefði voldemort sennilega komist mun fyr til valda, og hefði það ekki verið fyrir hann elskulegan snape okkar þá er ég nú bara hræddur um að margt sem ég man ekki eftir akkurat núna hefði farið mun ver ;D
Úff, jæja, örugglega mikið af endurtekningum, en ég er bara ennþá stoltari af því að vera í snape klúbbnum núna þegar ég veit að hann er svo miklu betri persóna en allir héldu :D Ég er stoltur af honum, ég skil erfiða æskuna, slæma félagsskapinn og hryggbrotið þegar lily “dömpaði” honum, svona hlutir leiða fólk oft í slæma hluti, en það er ástin sem leiddi hann til baka, og það er ástin sem gerði hann að góðum manni!
Þess vegna er ég ósammála um að hann hafi aldrei verið góður, hann var alltaf góður inn við beinið, það sést þegar hann var aðeins lítill drengur að vingast við muggabarn með galdrahæfileika, og aftur þegar hann fórnar lífinu fyrir hið góða :Þ
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.