Ég er bara verð að tjá mig um það sem mér liggur á hjarta. Ég sagði fyrir útgáfu 7. bókarinnar að ég myndi aldrei fyrirgefa Rowling ef að Lupin myndi deyja. Ég held ég standi við það.
Ég er í öllu falli ennþá mjög svekkt út í hana fyrir að láta elskurnar mínar þau Lupin og Tonks deyja. Þau voru búin að ganga í gegn um of margt að mínu mati til að fá ekki smá skammt af “happy ever after”.
Jo sagði í einhverju viðtali að hún hefði upphaflega ætlað að láta þau lifa en láta Arthur Weasley deyja í fimmtu bókinni. Svo gat hún ekki sleppt honum því hann var eiginlega eini góði faðirinn í öllum bókunum og henni þótti of vænt um hann. Þannig að hún skipti út Arthuri fyrir Lupin og Tonks. Hún sagði að hún vildi að einhverjir foreldrar myndu deyja. (hún sagði reyndar orðrétt “I wanted to kill some parents. That sounded awful.” )
Hún talaði líka um að hún vildi fá að enda með einn lítinn munaðarleysingja eins og bækurnar byrjuðu.
Persónulega fannst mér það overkill. Mér fannst það jafn tilganglaus tear-jerker eins og þegar krakkinn í pay it forward drapst í lok myndarinnar þegar allt var loksins í lukkunar velstandi.
Ég hefði persónulega frekar viljað missa Arthur en halda Lupin og Tonks.
Mér fannst mjög sorglegt að Fred dó og ég átti alls ekki von á því en ég skildi það vel. Ég grét yfir því og hugsaði svo “svona er lífið þegar Voldemort er á svæðinu” en ég gat ekki gert það með Lupin og Tonks. Ég bara get ekki fyrirgefið henni þetta.
Hún var búin að gera greyið Teddy að algeru freak fyrir án þess að bæta svo á hann að vera munaðarleysingi í þokkabót. Ekki eins og að hann ætti nokkra fjölskyldu. Amma hans sér um hann en hún er útskúfuð úr fjölskyldu sinni, afinn dáinn, foreldrarnir dánir og enginn eftir nema þá Harry sem er bara unglingur. Og þar fyrir utan eins og áður var sagt er hann metamorphmagus (sem er reyndar svolítið kúl en gæti verið erfitt sem krakki) með varúlfatendensa (ef hann er ekki fullur varúlfur við fengum aldrei frekari fréttir af því).
Þetta var bara illa gert. Rowling er bara evil að mínu mati að hafa látið þetta enda svona fyrir greyinu.