Hvað gefur þér það til kynna að Snape hafi viljað drepa? Hvað í bókunum gefur það til kynna. ÞAð hefur aldrei verið nefnt að hann hafi drepið neinn sér til “gamans” eða á nokkurn annan hátt. Meir að segja í Deathly Hallows þegar hann og drápararnir eru á eftir öllum 7 Potterunum þá skar hann af Fred eyrað!
Hann hefði auðveldlega getað drepið hann, en hann gerði það samt ekki.
Hann var einfaldlega að leika hlutverk sitt eins vel og hann gat, hann þarf að færa fórnir. Alveg eins og með muggakennarann í byrjun bókarinnar. Hann hefði verið drepinn ef hann hefði komið í vegfyrir dráp hennar og eyðilagt allt sem hann stefndi að að gera.
hann hefði aldrei fengið inngöngu eða fengið að vera í Death Eaters hefði hann ekki drepið mugga og annað fólk
Og hvar stendur í bókunum að hann hefði aldrei fengið inngöngu í hóp Voldemorts nema að drepa einhvern? Bentu mér endilega á það…
Voldemort er ekki svo rosalega ruglaður að hafa svo tilgangslaus inntökuskilyrði í hóp sinn. Þú sérð það ef þú lest á milli línanna, hann er málefnalegur og veit hvernig hann á að komast til valda og hvaða fólk þarf að pretta til þess. Og tek ég enþá Hitler sem dæmi.
En ég held að það sé alger tímasóun að segja þér þetta því þú meðtekur ekkert af því sem ég segji. Svo kemuru alltaf með fleiri og fleiri mótbárur með engum rökum.
Þó timinn sem hann var drápari hafi verið áður en fyrsta bókin var, var það alveg örugt að hann hafi verið einn slíkur
Ég held að þú hafir verið að meina að Snape hafi verið “morðingi” í þessu samhengi en ekki drápari. Svo ég spyr þig enn og aftur, hvar kemur það fram og hvað ýjaði að því?
Svo það að gefa Snape séns myndi ekki koma til greina ef hann hefur gert eins og allir aðrir dráparar, drepið mugga semsagt.
Af hverju finnst þér að Snape ætti ekki að fá séns? þú veist ekki einu sinni hvort hann drap mugga eða ekki.
Ef hann drap ekki mugga, eins og ég er búin að vera að segja, myndiru þá gefa honum séns?
Ég held að þú lítir á þetta svolítið svart og hvítt. Bækurnar eru töluvert dýpri en það.