Fyrir mér er hún fullkomin í þetta hlutverk. Einmitt hún sem getur tekið á sig svona hlutverk og gert það af mikilli snilld. Sirius, Bellatrix, Weasley fjölskyldan, Dumbledore, Snape, Lucius Malfoy, Prof. McGonagall og Hagrid eru hlutverk sem ég gæti ekki ímyndað mér öðruvísi og núna bættist við (auk Bellatrix) Umbridge og Kingsley sem er líka mjög vel valið.
Yfir höfuð finnst mér þessi mynd mjög vel cöstuð og Daniel Radcliffe og Emma Watson að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég meina í upphafi voru þau krakkar, 11-13 ára. Hversu margir krakkar hafa leikið jafn vel og fullorðnir? Ég get hugsað mér Abigail Breslin úr Little Miss Sunshine og og Dakota Fanning sem eru langt fram úr sínum jafnöldrum but that's it. Svo eru þetta alls ekki auðveld hlutverk.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”