*SPOILER* Álit á 7 bókinni k, ... (2* af 5*)
Allavega, Dauði Hedwigar var “nauðsynlegur”. Það hefði verið meira vesen að skrifa í kringum allt ferðalagið með hana juðandi í kring…
Dauði Lupins og Tonks var ekkert áhrifamikill, ótrúlega aumkunarverður og eiginlega illa gerður dauði. Einu áhrifin voru að maður var búin að kynnast persónunum en maður hugsaði ekkert “ó nei að fá ekki að heyra í þeim aftur..” hugsaði þannig með Fred, því það var atburðarrás í kringum hans dauða, Percy sameinaður fjölskyldunni aftur og ótrúlega óþægilegur dauði.
Jú jú þau voru búin að eignast barn saman, en það var ekki farið nógu djúpt í hjónabandið/barneignina og þau tvö til að maður finndi til áhrifa.
Ferðalagið þeirra í þessari bók var á margann hátt mjög langdregið, ótrúlega langdregið.
Og þessi bók er ekki sú besta finnst mér, langt í frá. Hún er fremur aftarlega í raun yfir bækur sem mig hlakkar til að lesa aftur.
Gott að fá “closer” á HP seríuna en þessi bók var ekkert meira en það, bara closer…
svo fannst mér hún vera frekar ódýr í síðasta kaflanum að. T.d. sagði ekkert við hvað Ron, Hermione, Ginny & Harry væru að vinna. (Hvaða störfum þau gegndu)
Ekkert um hvernig þau kláruðu námið & margt.
Í raun var þetta versta harry potter bókin, BY far…
Ég er mjög ósáttur með hana en samt sáttur með að fá endir…
Hún gaf ekki næstum því jafn mikið í þessa bók og hinar, bögg.
Bætt við 26. júlí 2007 - 20:56
Já, og svo þetta með endurminningar Snapes. Mér fannst það ótrúlega ódýrt.
Flottast fannst mér í bókinni þegar Molly drepur Bellatrix og þegar mcgonnagall segir “we fight to kill” eða eitthvað like that :D