>,,SPOILER,,<


Nú sit ég hérna við tölvuna, hágrátandi með þykka bók við hlið mér sem ég hef ekki sleppt frá mér í tvo daga. Það vill svo til að ég hef afrekað að klára allra seinustu Harry Potter bókina, Deathly Hallows. Ef ég á að lýsa hvaða áhrif hún hafði á mig þá byrja ég á því að segja að þetta var besta og lang áhrifamesta bókin af þeim öllum. Hún er spenandi alveg frá byrjun ólíkt svo mörgum öðrum, ég gat oft ekki setið kyrr af spenningi. En hún er SORGLEG, allt í lagi fyrst var þa Hedwig sem hlaut sín örlög, auminginn, ég ætlaði fyrst ekki að trúa þessu, beið eftir að hún flygi aftur upp og hélti áfram að svífa á eftir Harry á kústinum! Ég var samt ekkert það niðurbrotin, fannst þetta bara ótrúlegt. Ég verð að bæta því inní hérna að persónurnar sem ég held langlang mest uppá eru Remus Lupin og Nymphadora Tonks. Ég vorkenni aumingja manninum svo rosalega og finnst hann svo mikið æði, alveg búin að gera mér mína eigin hugmynd af honum (sem btw er ekkert í líkingu við Thewlis,, góður leikari en bara ekki Remus! Og mér finnst Tonks líka æðislegur karakter,, alltaf geislandi glöð, kemur öllum í gott skap með brosinu sínu og er bara mesta krútt! Að þau yrðu ástfangin gerði mig auðvitað himinlifandi, Remus ekki lengur einn og hún orðin hún sjálf aftur ljómandi! Ég heyrði af giftingunni, og að “sjá” Remus koma til að láta þau vita að hann væri orðinn pabbi! Aww, en í bardaga Hogwarts! Þegar Tonks átti að vera passa uppá strákinn og fer skelfingu lostin að leita af Remusi og tekur síðan þátt í bardaganum. Ég hata Rowling fyrir þetta! Fyrirgefðu svo las ég þessa grein; “Lupin and Tonks were two who were killed who I had intended to keep alive. … It's like an exchange of hostages, isn't it? And I kept Mr. Weasley (Ron's father) alive. He was slated to die in the very, very original draft of the story.”
Afhverju að gera aumingja Teddy munaðarlausan? Búhú,, en já þarna varð ég að fá smá útrás, enn fúl útí Rowling yfir að drepa Sirius en það var að minnsta kosti tilgangur með því :( smá plástur að Harry gat fengið að tala við Remus en ég var farin að óska þess að Harry myndi bara deyja,,! Sjálfselsk ég veit en .. ég fyrirgef Rowing þetta ekki :/ Þetta var samt sem áður ótrúlega áhrifarík bók, á meðan ég las hana komu víst mörg svipbrigði mín í ljós,, Endirinn alveg ágætur,, Teddy greynilega alveg í fína lagi kela við dóttur Fleur? :D held að það sé nóg komið af þessari útrás minni.

Cheers Remus & Tonks<3