Það var eitt sem ég tók eftir í 7. bókinni sem mér þykir ekki alveg passa. Í 2. bókinni (að mig minnir) kemur fram að Voldemort sé eini afkomandi Salazar Slytherin sem er á lífi. Hann var af Gaunt fólkinu og í 7. bókinni man Harry eftir því að Marvolo Gaunt hreykir sér af því að vera kominn af Peverill-ættinni. Ég tók því allavegana þannig við lestur bókarinnar að Peverill'arnir væru því komnir af Slytherin. (Er ekki með bókina, þannig að þetta gæti alveg verið einhver vitleysa, leiðréttið mig endilega ef það var ekki þannig)
En í 7. bókinni kemur fram að Harry hafi erft huliðsskykkjuna af forföður sínum, Ignotius Peverill. Svo nú spyr ég; ef Peverill-ættinn voru afkomendur Slytherin, ætti Harry þá ekki að vera það líka?
Það gæti náttúrulega verið að Harry væri af einhverjum anga Peverill ættar sem hefði ekki tengst Slytherin og sé þar með algerlega óskyldur bæði Slytherin og Voldemort, en mér finnst þetta samt einhvern veginn ekki passa.
En eins og ég segi, þá er ég hvorki með 2. bókina, 6. eða 7. við hendina, þannig að þetta gæti verið einn stór skilmisingur. Endilega segið mér hvað ykkur finnst og ef þið hafið einhver svör við þessu þá þygg ég þau með þökkum :)

-Nymphadora