Jáb ég er búin með bókina!
Ég vildi bara tjá mig aðeins um það sem mér fannst um þessa bók.
Ég hef fylgt Harry Potter frá því ég sjálf var ekki orðin 11 ára og hef dýrkað þessar bækur alveg frá því ég fékk fyrstu í jólagjöf þarna jólin sem allir fengu hana. Ég hef lesið allar bækurnar yfir 5 sinnum (fyrir utan síðustu) og sumar yfir 10 sinnum. En… Ég verð að segja að ég hef misst smá áhugann eftir að ég las síðustu.
Okey allt í lagi! Hún var skemmtileg, ég viðurkenni það. Varð himinlifandi að fá bókina í hendurnar og stoppaði ekki að lesa fyrr en ég kláraði, en æji ég veit ekki, hún náði bara ekki ein mikið til mín og hinar. Mér fannst þessi bók allt of fyrirsjáanleg.. Hver hafði ekki giskað á R.A.B. t.d. og að Harry væri sjálfur Horcrux.
Svo kom þessi endir.. þessi hræðilegi kafli “nineteen years later”.. Mér fannst þetta vera eins og stuttur og jafnvel frekar lélegur áhugaspuni. Klisjukendur og kjánalegur. Svo fannst mér ekki koma næstum því nógu mikið í ljós hvernig allt fór. Eina sem við fengum að vita var að Ginny og Harry gift með börn, Ron og Hermione líka og svo að Neville væri orðinn kennari.. Hvað með alla hina? Hvað með hver væri orðinn skólastjóri eða hver væri orðinn minister? Hvernig hefur George það? Ég var ekki sátt og það ólgar ennþá í mér forvitnin.
Svo fannst mér hvernig bardaginn endaði eiginlega bara minna mig frekar miiikið á endann á disney mynd.. góði kallinn vinnur vonda kallinn and they all lived happily ever after!
Það sem mér fannst bjarga bókinni voru the deathly hollows, ég hafði ekki heyrt neina kenningu sem var nálægt þessu og ég er mjög sátt með þetta:)
Sorry hvað ég er ógeðslega bitur. Mér fannst skemmtilegt að lesa bókina ég lofa.. ég bara varð að pirrast smá:)