Harry Potter bók nánast uppseld

Um 3500 eintök seldust af sjöundu og síðustu bókinni um Harry Potter um helgina. Þetta er hraðasta sala á enskri bók frá upphafi að sögn Óttars Proppé hjá Eymundson sem flytur bókina inn. Bókin sem heitir Harry Potter and the Deathly Hallows er nánast uppseld í öllum verslunum þó nokkur eintök kunni að leynast einhvers staðar á landinu. Alls voru 6000 eintök flutt til landsins en von er á fleiri seinna í vikunni.
Salan um helgina er meiri en heildarsalan á síðustu bókinni, Harry Potter og blendingsprinsinn. Í Bretlandi höfðu í morgun selst yfir 3 miljónir eintaka en um 250.000 aðdáendur Potters mættu í miðnæturopnanir á laugardagskvöld í bókabúðum í Bretlandi.

Í Bandaríkjunum seldust 8,3 miljónir á fyrsta sólarhringnum og er hún þar með sú bók sem hraðast hefur selst í sögunni. Þá spillir ekki fyrir að bókin hefur hlotið afar góða dóma í blöðum erlendis.
Hjá bókaútgáfunni Bjarti er unnið hörðum höndum að þýðingu bókarinnar. Gert er ráð fyrir að hún komi út á íslensku 15. nóvember.



Bætt við 23. júlí 2007 - 13:06
www.ruv.is

Og ég er aftur á mogganum