19. júli 2007 kl. 21:50
Gott fólk,
nú ber heldur betur til tíðinda.
Það eru komnir þrír aðdáendur í Röðina. Sú sem er búin að bíða lengst kom kl. 18:00.
Crazy! :O
Bætt við 20. júlí 2007 - 00:27
Á mbl.is og visir.is
Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.
Stelpurnar sem heita Dagmar Rós Ríkarðsdóttir, Borghildur Sigurmundardóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru eins og gefur að skilja miklir Harry Potter aðdáendur og ætla að bíða fyrir utan búðina í 23 klukkutíma. Þær eru vel búnar svefnpokum og nesti. Dagmar Rós segir þær stöllur vera “nörda Íslands” og að þær vilji verða þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta eintakið af bókinni í hendur. Stelpurnar taka enga áhættu og eiga þær von á því að fleiri muni bætast í röðina í fyrramálið.
ég þekkti ein af þeirra! =D