Ég held að…

… Snape sé góður:
Í fjórðu bókinni sést Snape í fjendasjá Bartymeusar Crouch yngri. Ef Snape væri dyggur fylgismaður Voldemorts væru hann og Barty yngri ekki óvinir.
Rétt áður en að Snape drepur Dumbledore “skín viðbjóðurinn og hatrið úr hvössum andlitsdráttunum.” Það er einmitt svipuð tilfinning og Harry finnur þegar hann neyðir fræna tödradrykkinn ofan í Dumbledore. Hvað hatar Snape? Ekki Dumbledore, heldur sjálfan sig fyrir að þurfa að drepa einu lifandi manneskjuna sem nokkurtíman hefur sínt honum góðmennsku.
Snape reynir ítrekað að fá Harry rekinn úr skólanum, en í eina skiptið þegar raunveruleg hætta er á því að Harry verði rekinn, í 3. bókinni, fyrir að hjálpa Sirius Black, verndar Snape Harry og segir að Sirius hafi lagt á hann álög og að Harry sé saklaus.
Og þrátt fyrir að Snape líti út fyrir að hata Harry þá gerir hann allt til að hjálpa honum og vernda hann. Hann bjargar honum frá bölvun Quirrils í Quidditchleiknum í fyrstu bókinni.
Í þriðju bókinni fer hann á eftir Harry í draugakofan í bók nr. 3, þar sem Snape heldur að Sirius muni reyna að drepa Harry.
Í fimmtu bókinni þegar Harry gefur Snape dulda viðvörun um að Sirius sé í galdramálaráðuneytinu fer Snape um leið og lætur regluna vita, og í sjöttu bókinni þegar Snape flýr Hogwarts heldur hann áfram að kenna Harry (eins og fantasia sagði hér fyrir ofan.)
Við þetta bætist að Snape skuldaði foreldrum Harrys mmikið. James bjargaði eitt sinn lífi Snapes, þótt þeir væru svarnir óvinir, James vinsæll Griffindornemi og Snape óvinsæll krakki í Slytherin á kafi í myrku öflunum, og að Lily var eina manneskjan sem stóð upp gegn James þegar hann nýddist á Snape, jafnvel þótt að Snape kallaði hana blóðníðing. Snape er ekki svo tilfinningalaus að hann vilji að sonur þeirra deyji.

… Harry sé helkross. Voldemort hefur ætlað að nota morðið á Harry til að gera seinasta helkrossinn. Við vitum ekkert hvernig helkrossar eru gerðir, en segjum að Voldemort geri einhvern galdur á meðan/rétt áður en hann reynir að drepa Harry. Bölvunin snýst við og Harry verður helkross. Það útskýrir beint hvernig Voldemort “gaf Harry hluta af mætti sínum,” m.a. gerði Harry kleift að tala slöngutungu. Voldemort vissi ekkert um þennan aukahelkross, fyrr en eftir fimmtu bókina, þar sem hann skyndilega hættir að eltast við Harry og reynir að drepa Dumbledore í staðin.

… Harry, Ron og Hermione lifi.
Rowling var eitt sinn spurð hvaða fimm persónum hún myndi bjóða í mat. Hún nefndi Harry, Ron og Hermione, en sagði síðan að hún vissi hverjir myndu deyja og væri ekki viss hvort hún mætti bjóða þeim.

… RAB sé Regulus Black. Regulus gerðist Drápari, eins og margir aðrir úr Slytherin á hans tíma. Hann hefur komist að því að Voldemort hefði gert helkrossa, snúist hugur og ákveðið að eyða þeim.
Hann hefur farið í hellinn, tekið Kreacher með sér og
a) drakk sjálfur græna eitrið og vissi að það myndi drepa hann.
b) lét Kreacher drekka eitrið og vissi að Drápararnir myndu drepa hann.
c) lét Kreacher drekka eitrið og skrifaði að hann yrði dáinn þegar Voldemort findi bréfið til að villa um fyrir honum. Þá gæti Regulus hugsanlega verið lifandi núna, í felum, og gæti hjálpað Harry.
Hvað sem gerðist mun Kreacher skipta miklu máli í leit Harrys að helkrossunum.

… Draco muni flýja frá Drápurunum og verða drepinn á endanum.
Valmöguleikar Dracos:
a) Hann getur orðið tryggur Drápari og dáið með þeim.
b) Hann getur flúið til Fönixreglunnar.
c) Hann getur orðið, líkt og Snape, njósnari fyrir regluna.
d) Hann getur flúið frá Voldamort og verða drepinn af Drápurunum á endanunm.
Hvað sem Draco gerir er framtíð hans ekki björt.

… Frú Figg sé persónan sem muni beita göldrum í fyrsta skipti seint á ævinni. Petunia og Filch koma til greina, en frú Figg er langlíklegust.

… Ron og Hermione endi saman. Þau hafa verið hrifin af hvor öðru síðan í fjórðu bókinni, og þau eiga bæði miklar líkur á því að lifa af.

… Percy muni halda áfram að fylgja ráðuneytinu, en eftir dauða einhvers í fjölskyldunni muni hann sjá að sér og snúa til baka til fjölskyldunnar.

… Hogwarts muni ekki verða lokað. Rowling hefur sagt að eitthver af skólafélögum Harrys muni verða kennari í Hogwarts, en þó ekki hann sjálfur, svo það liggur beint við að Hogwarts muni áfram verða opinn. Minerva McGonagall verður skólastýra og nýr kennari mun koma í VGMÖ og líklega ummyndun.

Lífslíkur:
5= Deyr örugglega
0= Deyr örugglega ekki

5- Voldemort, Bellatrix Lestrange
4- Snape, Draco Malfoy, Peter Pettigrew, Arthur & Molly Weasley
3- Lupin, Hagrid, Lucius Malfoy, Tonks, Bill & Charlie
2- Harry, Skröggur, Ginny, Nevielle,
1- Ron, Hermione, Luna Lovegood, Fred & George
0- Dobby, Minerva McGonagall, Dudley, Vernon, Petunia, Percy Weasley

Annað

Harry mun eyða öllum helkrossunum og drepa Voldemort.

Harry og Ginny enda saman ef þau lifa bæði.

Lupin og Tonks enda saman ef þau lifa bæði.

Læsta nistið í Hroðagerði er helkross:
a) Kreacher náði því og er með það í “herberginu” sínu.
b) Mundangus stal því og seldi það til barþjónsins á Glaða Villigeltinum, sem er bróðir Dumbledores.

Kápurnar:
Breska barnaútgáfan
http://blog.pennlive.com/poprocks/medium_pottercover3.jpg
Harry, Ron og Hermione í fjárssjóðshaug.
Mér dettur í hug að þetta sé eitthvestaðar þar sem annar helkross er falinn. Veran á bakinu á Harry gæti verið bæði Kreacher/Dobby og sverðið er Gryffindorsverðið.

Breska fullorðinsútgáfan
http://english.people.com.cn/200703/29/images/xinsrc_152030429125684327911.jpg
Slytherinnistið.

Bandaríska útgáfan
http://www.ropeofsilicon.com/Images/stories/2007/mar/hpdhcover.jpg
Harry og Voldemort í rómversku hringleikahúsi.
Lítur út eins og Harry og Voldemort í galdramannaeinvígi. Verurnar bakvið þá gætu verið Dráparar. Tjöldin minna mig á blæjuna og steinhliðið í Leyndardómastofnuninni, líkt og að það herbergi hafi verið fært út. Eitt af því undarlega er að athygli bæði Voldemorts og Harrys er ekki á hvorum öðrum heldur eitthverju utanaðkomandi, sem við sjáum ekki.

Takk fyrir mig ;)