Núna þegar nálgast endalokin er ég að lesa og lesa eins og ég eigi lífið að leysa, til þess að finna einhverjar vísbendingar ( ég veit, af hverju ekki bara bíða í þessa tvo daga í viðbót ?) en já svona er þetta. Flestir hafa örugglega nú þegar velt þessu fyrir sér, en mér finnst eiginlega að ég verði bara að deila þessu.
.. og annar mun falla fyrir hendi hins því annar hlýtur að deyja til að hinn megi lifa …
Hérna er ég viss um að Rowling sé að undirstrika það að Harry muni ekki deyja, því að ég er viss um að Voldemort deyji. Þeir deyja allavega ekki báðir, nema einhver annar drepi Harry eftir það að Harry drepur Voldemort.
Svo er önnur pæling hjá mér sem ég er búin að deila í nokkrum umræðum hér á huga, sá möguleiki að Harry gæti verið helkross ? Það að Voldemort hafi óvart fært hluta sálu sinnar yfir í Harry 31. október. Harry fékk slöngutunguna frá honum, það er allavega eithvað frá Voldemort, af hverju ekki hluta sálarinnar líka ? Allt getur farið úrskeiðis og eins og flestir vita þá átti morðið á Harry að vera morðið sem átti að nota í seinasta helkross Voldemorts. Spurning nefninlega um það að Voldemort viti ekki af þessu. Þetta hins vegar klessir alveg á hina þeríuna mína um það að annar verði að falla fyrir hendi hins því að þá var ég að ímynda mér að Harry þyrfti að tortrýma sjálfum sér til þess að einhver gæti svo drepið Voldemort sjálfan.
Er svona næstum því búin að afskrifa RAB sem Regulus Black, Rowling myndi varla gera þetta svona augljóst?
, og samt ekki.