Ég var að horfa á Harry Potter 4 aftur og tók eftir því að Padama Patil var allt í einu kominn í Gryffindor. Pirraði þetta eingann annan? Ég veit að þetta er smámunasemi, en komm onn, er ekki hægt að hafa smá skipulag.
Nah… líklegast bara smá aðlögun fyrir myndina þar sem Harry og Ron fóru jú með þeim tveimur á jólaballið. Pirrar mig ekki neitt, bara skemmtilegra að halda tvíburunum saman, þó þær séu hvor í sinni heimavistinni :)
Hvernig helduru að þetta væri ef Fred og George hefði verið skipt á milli heimavista? ;)
Ég var nú aðeins meira að spá í því hvernig söguþráðurinn væri ef George og Fred hefði verið skipt upp hvor í sína heimavist, líkt og Patil systurnar ;)
Sagan yrði örugglega ekki eins skemmtileg fyrir vikið… :P
Jú þetta prirraði mig! Líka í þriðju myndinni þegar einhver nýr strákur var allt í einu kominn í Griffindor hópinn og átti að vera bekkjabróðir Harrys og þeirra en honum var of aukið! Þeir sem búa til þessar myndir eru með svona grilljón börn og unglinga á svæðinu en geta samt sem áður ekki komið þessu rétt frá sér. Til dæmis á núna fyrst að fara að finna Lavander Brown og hún kemur þá í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið núna í 6. myndinni. Eins finnst mér mjög svo pirrandi þegar verið er að sýna þau í tímum og þá eru alltaf Slyðerin nemendurnir með þeim í tímum, en samkævmt bókunum eiga þeir bara að vera með Griffendor nemum í tímum í töfradrykkjafræði og umönnun galdraskeppna. En þetta er ef til vill bara smámuna semi í manni.
Mér finnst þetta rosalega pirrandi :S Mér finnst að leikstjórinn og allt fólkið sem er að vinna við þessar myndir eigi að fara aðeins meira eftir bókunum en þau gera. Það er mjög mikið af hlutum sem fólki finnst mikilvægt bara hreinlega sleppt úr myndunum og svona, og svo þetta með Lavender og það allt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..