Jæja, þá styttist heldur betur í að síðasta Harry Potter bókin koma út og mun hún bera nafnið Harry Potter and the Deathly Hallows.

Fjöldamargar tilgátur eru til um endirinn á bókinni og eru margar hér á Huga. Mjög margir telja það víst að Harry Potter muni deyja, en J.K. Rowling hefur sagt okkur að tvær persónur munu láta lífið.

Hún hefur einnig gefið okkur þær upplýsingar að Viktor Krum muni koma fram en enginn Quidditch muni þó vera spilaður. Einnig mun Petunia, frænka Harris, koma fram í nýju ljósi.

Harry Potter ævintýrið byrjaði um borð í lest, á leið til Manchester, þegar Rowling nokkur fékk hugmynd að skáldsögu sem gerast átti í galdraheimi. Lestin seinkaði um fjóra tíma og var hún of feimin til að biðja um skriffæri, til að skrifa hugmyndirnar niður. Gæti verið að einhverjar dýrmætar hugmyndir hafi glatast þarna?

Eins og margir vita var Rowling mjög fátæk og skrifaði hún fyrstu bókina á kaffihúsi þar sem hún hafði ekki efni á kyndingu heima hjá sér. Hún skrifaði á sérvettum.

Í dag, eftir sjö bækur og fimm myndir, gæti hún verið ríkari en Englandsdrottning. (það er ekki vitað með vissu)

Það er skrítið að hugsa til þess að næsta föstudag mun vera ljóst hvernig þessi mikla saga endar. Ég vona bara heitt og innilega að við munum verða sátt við endinn. Væri það gott ef að Harry Potter myndi deyja eða ekki?

Í endanum vil ég svo spyrja þriggja surninga.

1. Er Dumbledore dáinn eða ekki?
2. Hvaða tvær persónur munu deyja?
3. Mun Voldemort láta lífið, eða mun hann snúast yfir til góðu hliðarinnar.
Veni, vidi, vici!