Sæl öll.
Eins og sumir vita vinn ég á Vísindavefnum, og er nú að taka saman grein um allt sem er á Vísindavefnum og viðkemur Harry Potter. Þar sem ég hef bara lesið bækurnar á ensku vantar mig smá hjálp með íslensk heiti.
1. Er þetta rétt: Hogwarts, skóli galdra og seiða?
2. Hvað heitir Beauxbatons fullu nafni á íslensku?
3. Heitir uglan hans Rons Pigwidgeon á íslensku?
4. Er Hagrid kallaður skógarvörður (enska heitið er game keeper)?
5. Hvernig skal þýða “the Dark Lord” og “He-Who-Must-Not-Be-Named”?
6. Er wizard þýtt sem galdramaður?
7. Hvað kallast greinarnar sem nemendur læra í Hogwarts, t.d. Defence against the Dark Arts, Divination, Herbology, Potions, History of Magic o.s.frv.
8. Hvað heita ýmsar kynjaverur á borð við hippogriff?
9. Er rétt nafn þrígaldaleikarnir?
10. Hvað voru risaköngulærnar kallaðar?
11. Hét bróðir Hagrids Grápur, og var hann sagður risi?
12. Trelawney er kölluð “seer”, hvernig er íslensk þýðing?
13. Hvernig er invisibility cloak þýtt, er það huliðsskikkja?
Ég man ekki fleira í bili, en fæ e.t.v. að bæta við spurningum ef mér dettur eitthvað meira í hug.