Í Blaðinu í dag á forsíðunni stendur að íslendingar fái nýju Harry Potter bókina fyrstir Evrópubúa eða klukkan 23:01.
í Blaðinu: “Finnum fyrir mikilli eftirvæntingu og spenningi”
Starfsmenn Máls og menningar á Laugarvegi skreyttu í gær verslunargluggann með mynd af Harry Potter. Nýju bókarinnar um galdradrenginn er beðið í ofvæni. “Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu og spenningi” segir Elsa María Ólafsdóttir verslunarstjóri. Vegna tímamismunar fá Íslendingar bókina fyrstir Evrópubúa. Salan hefst föstudagskvöldið 20 júlí klukkan eina mínútu yfir ellefu í þremur verslunum Máls og menningar og Eymundsson.