Datt í hug nú bara að segja mína skoðun á þessari mynd. Sá hana í gær.
Í stuttum orðum er hún miklu vandaðari en hinar myndirnar, nr. 4 er bara barnamynd miðað við þessa. Þessi er afar dramatísk, spennuþrungin og mjög flott. Þó svo að sumir hlutir séu breyttir (eins og vanalega allt sem Dobby hefði gert gerir Neville í staðinn) þá er þetta mjög líkt sögunni. Bardagarnir eru mjög flottir og vandaðir og persónurnar eru ennþá betri og vandaðari heldur en vanalega. En tónlistin er samt sem áður ekkert svaaakaleg ef þið skiljið. Nóg um það, þá ætla ég að gefa einkunn bara.
Handrit = 9.0
Bardagar = 9.0
Tónlist = 7.5
Grafík = 9.5
Leikarar = 9.0
Myndin lík bókinni = 9.0
Svo ef maður summar þessu upp þá er myndin ansi mikil 9.0 og því mæli ég með henni fyrir ykkur öll! Frábær skemmtun (aðallega fyrir HP nörda en það er önnur saga) og drífðu þig nú í bíó!! ;D