Ég held að þú skiljir ekki alveg þessa einkunn.
Jú, það er rétt að LotR og Godfather hafi fengið þessa tölu á IMDB, en það var líka meðaleinkunn sem lögð var saman.
Það er eins og að þú sért að segja að engin mynd eigi skilið að fá háa einkunn nema að viðkomandi mynd sé algjör bylting.
Þessi dómur á HP endurspeglar skemmtanagildi og er talað um að hún virki á alla kanta sem Potter-mynd almennt.
Mér fannst Phoenix vera stórkostleg skemmtun, en engan veginn fullkomin bíómynd.
Mér finnst fínt að vera svolítið líbó á einkunnir, þó svo að ég passi mikið upp á ofnotkun, sem og það að vera með vissan standard og kröfur.
Að sjálfsögðu er heldur ekki mikið talað um galla, því með þessa einkunn yrði sjálfsagt ekki minnst á slíkt (þar af leiðandi eru gallar taldir upp í lágmarki). Gallar myndarinnar eru náttúrlega bara álitsmál, sem og kostirnir í raun og veru.
Að sjálfsögðu eru ekki allir sammála þessu, en það gerir það ennþá skemmtilegra þegar að maður les dóma.