Ég er mikið búin að pæla í einu frá því að ég las 6. bókina fyrst. Í enda bókarinnar kemur fram að Harry hefur einsett sér að koma ekki aftur í skólann síðasta veturinn sinn. Ron og Hermioni ætla því einnig að hætta í skólanum og hjálpa honum. En ef ég hef skilið allar hinar bækurnar rétt þá verður maður að klára öll 7 árin til þess að ná einhverjum starfsframa í galdraheiminum (bara eins og hjá okkur). Harry hefur ákveðið að hann langi til þess að verða skignir og því hefði maður haldið að hann þyrfti að klára öll 7 árin í skólanum? Kannski eru þetta smávæginlegar áhyggjur miða við að hann gæti hugsanlega dáið í síðustu bókinni og þá skilptir hvort eð er ekki máli hvort hann klári skólann eður ei?
Ég held samt að síðasta bókin verði svolítið skrítin ef hann fer ekki í skólan. Því að maður hefur alltaf lesið um hann þar og um leið verið að fylgjast með lífi hinna sem þar eru (eða eins mikið og maður getur) en ef þau verða bara þrjú í næstu bók eitthvað á flakki hvernig verður þá sú bók?