Ég fór á hana og sem mynd er hún alveg ágæt en ef maður ber hana saman við bókina þá er hún ekki svo spes.
Ég var svottlið shockeraður þegar ég sá sum atriði því að þau voru bara hreinn uppspuni eða á kol vitlausum stöðum.
Svo þyrfti líka að gera tvær myndir eða eitthvað þvíumlíkt til þess að maður næði þessu almennilega sem mynd.
Ef ég hefði ekki lesið bókina hefði ég örugglega ekki botnað rass í mörgu eins og þegar lið úr fönixreglunni kemur til þess að bjarga Harry.
Bara það að þau væru að hreinsa húsið og lengri samræður eins og þegar hann gargar á ron og hermione þegar hann kemur í hroðagerði myndu bæta hana mikið.
Svo vantaði meginpartinn af samtali Harrys og Dumbeldore í lokin og ég hlakkaði dálítið til þess að sjá það. En svona er myndin og sem mynd þá er hún alveg ágæt.