Nexus verður með miðnæturopnun og ég held að það sé alveg málið að mæta þar.
Þar eru alvöru nördar á ferð sem kunna að skemmta sér.
Á heimasíðu þeirra www.harrypotter.is má finna eftirfarandi auglýsingur:

Þema kvöldsins er “Magical Slumberparty” eða “Náttföt og galdrar”
og við hvetjum alla til að klæða sig upp samkvæmt því.

Að sjálfsögðu verður geðveikt stuð í Röðinni hjá okkur,
eins og alltaf þegar viðskiptavinir Nexus, vinir þeirra og ættingjar
koma saman.

Við mælum með að allir komi með:

* tjaldstól eða eitthvað þvíumlíkt
* teppi og/eða regnhlif (það verður auðvitað rosa sólskin og þá er hægt að nota regnhllífina sem sólhlif því að portið hjá Nexus er algjör hita pollur)
* nesti er góð hugmynd og
* lesefni ef þú ætlar að koma mjög snemma.
* Frábært væri ef allir kæmu með ljósker sem kveikt væri á þegar sólin fer að lækka á lofti.

Veitt verða verðlaun fyrir skemmtilegasta búninginn í anda þemans

Einnig verður happadrætti í Röðinni.
Tónlist, stuð, leikir og sápukúlur
Söngleikjasöngl velkomið.
galdrakveðjur
Starfsfólk Nexus


Einnig sá ég annarsstaðar að þeir verði með afslátt á fyrri Harry Potter bókum svo ef einhver þarf að bæta inn í safnið sitt er málið að nýta tækifærið.

Ég ætla í öllu falli að mæta þangað, ekki spurning.
Hverjir eru með mér?

Kveðja
Tzipporah