Aðdáendur Harry Potter spá í spilin
12. júní 2007 09:54:13 - Sindri Bergmann
Nú fer að líða að útgáfu síðustu bókarinnar í Harry Potter and the Philosopher's Stone seríunni. Búist er við því að Harry Potter and the Deathly Hallows muni koma út 21. júlí. Á meðan aðdáendur bókanna bíða eftir síðustu bókinni dunda þeir sér við að velta vöngum yfir því hvað muni gerast.
Isabel Wen, nemandi í Perry Hall High School heldur til að mynda að það verði risastór bardagi í lokin og að Harry muni hugsanlega deyja. Travis Roenigk, nemandi í Dunloggin Middle School, er á sama máli en hann heldur að fyrst eigi Harry eftir að drepa Voldemort sjálfan og ímyndar sér að lokabardaginn gæti átt sér stað í kirkjugarðinum þar sem Harry og Voldemort mættust í Harry Potter and the Order of the Phoenix. Emily Abdow heldur að Harry muni gera út af við alla Horcruxes svo að Voldemort geti ekki komið aftur, en til þess þurfi hann hjálp frá Regulus, bróður Sirius Black.
En það er víst ekki um annað að ræða en bíða og sjá hvaða örlög J.K. Rowling spinnur til handa sögupersónum sínum í þessari lokabók seríunnar.
Tekið af Examiner.com
Haha já ég veit ansi tilgangslaust en samt fyndið…Þegar að gaurinn telur upp bækurnar þá segir hann þær vitlaust…Ég hlýt að vera sá eini hérna sem finnst þetta fyndið…:D