15. nóvember..

Úr heimasíðu Bjartar

Harry Potter út á íslensku þann 15. nóvember

Enginn veit hvað næsta Harry Potter bókin kemur til með að vera löng, hvernig sagan endar né hverjir lifa og deyja. Sagan segir að bókin sé heldur styttir en Fönixreglan og verði í kringum 500 bls. Bjartur stefnir að gefa út þessa síðustu bók í bókaflokknum þann 15. nóvember.

Bandaríska netfyrirtækinu Amazon hafa borist yfir milljón pantanir í nýjustu bókina um Harry Potter sem kemur út í júlí. Er það síðasta bókin um galdrastrákinn knáa sem breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur gert ódauðlegan í huga aðdáenda um allan heim.

Þrátt fyrir að svo margir vilji eignast bókina „Harry Potter and the Deathly Hallows" þá mun stærsta netbóksala á netinu ekki hagnast á sölunni. Þetta kom fram á aðalfundi Amazon í gær.

Sala Amazon hefur valdið því að smærri bóksalar í Englandi sjá sér ekki fært að selja bókina þar sem öll salan fer fram á lágum afsláttarverðum sem þær geta ekki keppt við.

Skýrist það af því að Amazon veitir verulegan afslátt á uppsettu verði bókarinnar auk þess sem fyrirtækið tryggir að bókin berist kaupendum á réttum tíma og kaupendur sleppa við að greiða sendingarkostnað.


http://www.bjartur.is/?i=2&f=39&o=1337

Gaman, gaman.. hlakka til að lesa hana :D