Ég er alveg á báðum áttum, mér finnst samt stærstu vísbendingarnar vera þær sem snúa að útliti Hermione og Petuniu. Hermione og Harry eru ekkert sérstaklega lík en Hermione er (upphaflega) með mjög stórar framtennur. Petuniu er alltaf lýst sem “horsefaced” sem oftast þýðir m.a. stórar framstæðar tennur.
Við höfum séð foreldra Hermione nokkrum sinnum en aldrei heyrt hvernig þau líta út. Yfirleitt í sögunum er útliti fólks lýst og sérstaklega er áberandi hvað systkin og fjölskyldumeðlimir eru yfirleitt líkir. T.d. Weasley fjölskyldan er fremur auðþekkjanleg á hárinu auk þess sem systkinin skiptast í hópa sumir eru með vaxtarlag föður síns en aðrir með vaxtarlag móðurinnar. Malfoy fjölskyldan er öll fremur keimlík, Patil systurnar eru auðvitað tvíburar, Creevey bræðurnir eru likir, Fleur og Gabrielle eru líkar, Neville og Alice Longbottom eru með sama góðlega andlitið og svo framvegis.
Hermione virðist ekki vera lík foreldrum sínum, alla vega höfum við ekkert heyrt um það. Petunia hins vegar er ekkert lík Lily en hugsanlega voru þær líkar sitt hvoru foreldrinu en genin í Lily hafa gefið Hermione tennurnar.
Hún er líka með brún augu, eins og James.
Harry, Hermione og Ron eru líka einu vinirnir í öllum bókunum sem eru af sitthvoru kyninu. James átti bara stráka vini, tvíburarnir og Lee eru allir strákar, Malfoy er með Crabbe og Goyle (Pansy virðist meira vera aðdáandi en vinur) Lily hékk við vatnið með hóp af stelpum. Þetta virðist vera eina dæmið um kynblandaðan vinahóp. Það er spurning hvort að það sé ástæða fyrir þessu vinasambandi.
Mér persónulega fyndist það frekar leitt, því mér finnst nokkuð gott að hafa einn vinahóp sem er kynjablandaður og frekar leiðinlegt að segja að eina ástæðan fyrir honum væri skyldleiki.
Mér finnst líka vera mörg rök sem hrekja þessa tilgátu. T.d. sagði Dumbledore Harry í sjöttu bókinni, ég er búinn að segja þér allt sem ég veit núna þarf ég að fara að giska. eða eitthvað í þá átt.
Hann hefði vitað það er Hermione er systir Harrys. En það er líka spurning hvort að honum hefur fundist of hættulegt að segja honum þetta ef þetta kæmist aftur til Voldemorts í gegn um tengslin þeirra… þó held ég einhvern veginn ekki. Hann sagði Harry svo margt sem hann vildi ekki að Voldemort fengi að vita.
Ég er algerlega á báðum áttum. Mér finnst tilgátan góð. Ég er búin að lesa allar bækurnar núna með þessa tilgátu í huga en ég kemst ekki að niðurstöðu.
Mér finnst margt sem upphaflega tilgátan notar sem rök vera hægt að skrifa á persónuleika Hermione. Hún er svona “care-giver” manneskja sem hugsar vel um aðra og hjálpar þeim sem við hlið hennar eru. T.d. Neville. Hún hjálpar auðvitað Harry og Ron líka sem eru bestu vinir hennar og það þarf ekki að þýða að hún sé systir annars þeirra.
Þetta er skemmtileg tilgáta og það verður spennandi að sjá hvað gerist. Ég er alveg ringluð.
Kveðja
Tzipporah