Eins og fram hefur komið hér að ofan þá er munurinn bara kápumyndin. Það var víst gerðar tvær útgáfur svo að fullorðið fólk þyrfti ekki að skammast sín fyrir að vera að lesa “barnabækur” en einhverra hluta vegna hefur þetta ekki þurft hérna á Íslandi þar sem við fáum bara eina útgáfu. Enda held ég að fólk þurfi ekki að skammast sín fyrir að lesa hvernig sem bókin lítur út eða þó svo að bókmenntirnar eru markaðsettar fyrir yngri markaðshóp. Ef fólk tekur ástfóstri við lestur ætti það ekki að skipta máli hvort það lesa Depil eða Da Vinsi Lykilinn, svo lengi sem það hefur ánægu af því sem það er að lesa :)