Mér langar til að mæta og helst á Akureyri vegna þessa að ég á heima fyrir austan og það er styttra fyrir mig að fara þangað. En náttúrulega er draumurinn að fara til SKotlands og verða þar sem Rowling verður, svona eins og var þegar 5 bókin kom út búið að breyta kastalanum í Edinborg held ég í Hogwarts og svona. En ég verð bara nýkominn frá útlöndum þannig að… :( Ég var eiginlega að vona að bókin kæmi ekki út fyrr en 2008 því að þá hefði ég farið, en fjárhagurinn bíður ekki upp á það + að ég fæ bara frí í vinnunni til að fara til útlanda þarna fyrst og ég efast stórlega um að ég fái frí til að þvælast til Skotlands, svo náttúrulega hef ég ekki efni á því. En allavega ég held að það sé málið að mæta til Akureyrar en hverjir verða þar eiginlega og hvað eru allir gamlir sem ætla að mæta??? Ætli ég verði ekki elst ég er að verða 19 ára bráðum svo…. Er ég orðin of gömul fyrir Harry Potter veit ekki??? En myndum við þá kynna okkur þegar við myndum hittast fyrir utan Bókaval. Koma hæ ég heiti Catium og auglýsa að þetta væru HP Hugarar saman komnir eða hvað. Eða ég veit ekki you tell me. En allavega ég ætla að hætta þessum kjaftavaðli núna.
En kannski Akureyri 21 júní á miðnætti!
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.