Sagði hún ekki að þetta myndi ekki vera venjulegur endir? Annars deyr Voldemort, bækurnar geta varla endað með hann enn lifandi. Finnst mjög ótrúlegt ef hún drepur Harry.
Annars er ég mikið búinn að spá í samhengi bókanna upp á síðkastið, helst því sameiginlega í ákvarðannatöku Dumbledores.
1. bókin *virðist* hann láta Harry sjá um Quirell og Voldemort.
2. bókin er grunnsamleg í sambandi við Fawkes og orð Dumbledores í kofa Hagrids. Finnst eins og aftur láti hann Harry sjá um arftaka Slytherin(kannski vissi hann ekki hvernig hann kæmist í leyniklefann en það að hann var kominn í skólann aftur þegar þau komu upp úr leyniklefanum finnst mér svo grunnsamlegt).
3. bókin er kannski ekki það grunnsamleg fyrir utan það að Dumbledore virðist of vel skipulagður í endann.
Og endirinn í 6 bók.
Hann minnist á planið sitt í lok 5 bókar en virtist aldrei tala almennilega um hvað það var. Hljómaði bara helst um hvernig hann ætlaði að láta Harry alast upp sem ‘venjulegan’ með eins miklar varnir í kringum sig og um að hann myndi segja honum strax og Harry væri tilbúinn frá spádómnum. Er búinn að spá þar sem það er svo ótrúlega lauslega minnst á þetta, hvort planið hans hafi ekki verið að gera Harry tilbúinn til að drepa Voldemort(til að fulfylla spádóminn?). Þjálfa hann, ‘koma fyrir’ þjón hjá Voldemort sem skuldar Harry og fylla hann af hefndarlöngun.
Æi kannski er þetta bara rugl í mér, en finnst eins og Dumbledore hafi verið búinn að skipuleggja mun meira í gegnum bækurnar heldur en bara dauða sinn í 6.bók. Þá er spurning hvernig hann vissi um allt sem myndi gerast, en þar stend ég á gati sem leiðir til að ég sé kannski að lesa of mikið úr bókunum :P
En allt þetta bull í mér átti bara að merkja að ef það var plan Dumbledores í gegnum allar bækurnar að gera Harry tilbúinn að berjast við Voldemort hlýtur hann að hafa vitað einhvernveginn að Harry myndi vera sá sem myndi drepa hann(trúir hann spádómnum?)