ég hélt alltaf að Hallow þýddi einhverskonar gangur eða leið.
En orðabókin segir annað:
Hallow 1: helga, vígja, virða sem heilagan, halda heilagan.
Hallow 2: [verður að hallo] halló, kall til að vekja á sér athygli, hó, hvatningarhróp til veiðihunda.
Hallowed: helgaður, vígður, heilagur, helgur.
Annars veit maður aldrei hvað gerist, kannski er þessi “dauðavígsla” einhver athöfn sem mun eiga sér stað. Kannski munu bara báðir aðilar deyja!
Ég trúi því allavega að þetta verði einskonar YIN og YANG dæmi vegna þess að Rowling hefur áður minnst á það í bókum sínum.
Það þarf jafnvægi og því getur ekki einn aðilinn dáið, annaðhvort verða báðir að lifa eða báðir að deyja. Það er allavega kenningin mín, mér finnst bara asnalegt ef Harry lifir, allt of ævintýralegt.
Vatn er gott