Það að Harry hafi farið í einkatíma með Dumbledore í 6.bók lætur mig finnast eins og Dumbledore væri að búa Harry undir að missa hann.
Því tel ég að Dumbledore hljóti að hafa verið að deyja alveg frá þeim punkti sem hann eyddi hringnum(og Snape bjargaði lífi Dumbledores þá, svo hann getur eiginlega ekki verið vondur).
Það að Dumbledore og Snape voru ósáttir lætur mig frekar komast að þeirri niðurstöðu að Dumbledore skipulagði þetta allt, því varla færi Snape að gefa í skyn við Dumbledore að hann vildi hætta að leika tveim skjöldum því annars væri það að ‘joina’ Voldemort eða segja skilið við hann og verða eltur uppi.
Svo ég tel að Dumbledore hljóti að hafa verið í 6.bókinni hálfdauður, að Snape hafi einungis náð að stoppa dauðann í takmarkaðann tíma sem gefur Dumbledore tækifæri að gera Harry tilbúinn fyrir Voldemort ásamt því að gefa honum ‘innblástur’(í gegnum hatur) til að drepa Voldemort. Þannig kom þetta líka út að Dumbledore bjargaði líka Snape með því að láta hann klára órjúfanlegu heitin og eignast þar með meira traust hjá drápurunum(sem mun ekki gagnast Fönixreglunni mikið því allir telja hann svikara, en það hlýtur að gagnast Harry í endann)