Mér datt þetta allt í einu í hug bara rétt áðan en -
er Voldemort alheimsvandamál eða er hann bara sveppur í Bretlandi? Hann á bara, mér vitanlega, breska fylgjendur og ekki eru þeir beint margir. Og hann er bara í stríði við breta vegna fordóma á muggafæddum galdramönnum. Þegar ég lít á þetta svona (ef þið hafið skilið hvað ég meina) þá er hann ekkert svo óhugnanlegur. Hann drap foreldra söguhetjunnar og þess vegna er Voldemort mjög stórt vandamál. Okei, hann safnar liði t.d. varúlfa, vitsugur og uppvakninga en til hvers? Er takmarkið að losa sig við muggafædda og síðan kannski taka yfir heiminn? Hann á þá allavega langt í land með það.