Áhugaverð hugmynd sem ekki er hægt að útiloka, hinsvegar eru þrjár ástæður sem ég tel að geri það mjög ólíklegt að Harry geti/muni sjá helkrossana í speglinum.
1. Þegar Dumbledore útskýrir spegilinn fyrir Harry tekur hann fram að hann sýni hvorki sannleika né staðreyndir. Hann gæti ekki sýnt Harry eitthvað sem hann vissi ekki. Ef hann myndi sýna honum helkrossana (mun færa rök fyrir því hér á eftir afhverju hann mun ekki gera það yfir höfuð) þá er líklegt að hann myndi sýna þá eins og Harry ýmindar sér þá. Hefði hann ekki verið búinn að sjá myndina af foreldrum sínum tel ég að hefði séð foreldra sína eins og hann hafði ýmindað sér þá. Því það er þráin, útlitið er staðreynd, sannleikur, hann þráir ekki útlitið…
2. Það mun aldrei verða hans DÝPSTA þrá að finna helkrossana, hann vill finna helkrossana því þeir leiða hann að hans dýpstu þrá, að sigra Voldemort. Það var til að mynda ekki dýpsta þrá Harry að sjá foreldra sína, heldur að hafa fjölskyldu… Þessu til stuðnings má benda á að J.K. svaraði í New York spurningu um það hvað Harry sæi í speglinum ef hann myndi horfa í hann, hún svaraði að hann myndi sjá sig vera búinn að sigra Voldemort og vini sína á lífi. Hann þráir vissulega að finna helkrossana, en það verður ekki hans dýpsta þrá því þeir eru verkfæri.
Einnig ef að við notumst við það að hann sýni þína dýpstu þrá uppfyllta þá getum við allt eins talið að ef á einhvern undarlegan hátt það yrði hans dýpsta þrá að finna helkrossana þá mundi hann ekki sjá þá í speglinum, heldur mundi hann sjá sig vera búinn að finna þá og eyða þeim, þar af leiðir að þeir myndu ekki endilega sjást.
3. Það er alltof ódýr lausn. Það væri sorglegt að sjá svo ódýra lausn leysa það sem 7 bækur hafa verið að byggja upp, ég hef meiri trú á ýmindunarafli J.K. en að hún gefi það svona. Það væri eins og að Harry labbaði að þarfa herberginu og bæði um herbergi með Voldemort varnarlausann og bundinn, eða herbergi með vopni sem mun drepa Voldemort, það er bara of auðvelt, þessvegna setur hún takmarkanir á það hversu mikið er hægt að nota hluti.
Að lokum tel ég að draumaspegillin hafi lokið sínu hlutverki í sögunni, ef að við sjáum hann verður það ekki til þess að leysa söguþráðinn, því hann gerði það í bók eitt, væri undarlegt ef hún færi að endurtaka sig…
En, ekkert af þessu er sannað, allt vangaveltur þannig að það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér, ég hinsvegar tel það mjög ólíklegt.
Voldemort is my past, present and future.