Sæll Talvar,
(geri ráð fyrir að það sé sæll frekar en sæl).
Það er vitað að ekki bara galdramenn geta tilflutst, til að mynda húsálfar eru færir um það. Ef við skoðum textann þar sem atburðunum í leyniklefanum er lýst sjáum við að:
1. Göngin lokuðust alla leið
2. Ron varð hissa á því að sjá fuglinn þegar þau komu til baka.
blaðsíða 326 (ensk kilja)
“Next moment, he was standing alone, gazing at a solid wall of broken rock.”
blaðsíða 348
“It's over now, it's- where did that bird come from?
Fawkes had swooped through the gap after Ginny.”
Ef hrunið náði ekki alveg upp þá hefði þessu væntalega ekki verið lýst sem solid wall, og Fawkes hafði ekki þurft að fara í gegnum “the gap”
Nú ef við gefum okkur það að þessar tvær fullyrðingar séu réttar þá eru tveir möguleikar í stöðunni, annarsvegar að það sé önnur leið inn í leyniklefann sem Fawkes kom inn um, ég efast stórlega um það en hey, hver veit.
Hin er að Fawkes hafi framkvæmt einhverskonar tilflutning. Ef til vill geta þeit ekki framkvæmt meðvitaðan tilflutning en á neyðarstundu gæti það gerst… bara kenning… framar í bókinni fáum við að vita þrent um fönixa.
1. Þeir geta borið mikla þyngd (eins og sást þegar hann flaug með þau upp)
2. Tár Fönix bera með sér mikinn lækningamátt (Fawkes læknaði basiliku sárið)
3. Fönixar eru einstaklega trygg gæludýr.
Síðasti punkturinn held ég að spili inn í það að þegar Harry sýndi Dumbledore tryggð birtist Fawkes. Eina rökrétta skýringin á því hvernig hann komst þangað þar sem hann fór ekki framhjá Ron, önnur leið eða tilfluttningur…
Voldemort is my past, present and future.