Mundungus þerraði sveitt ennið. Vasaklúturinn var orðinn mölétinn og skítugur. Meng sjávarlyktin barst að vitum hans. Kannski hann hafði hrist þá af sér. Hann beygði höfuðið aðeins og hélt niður stíginn á milli gámanna. Hann var staddur í Newtorns-Bryggju í London eftir að hafa tilflust naumlega frá Bellatrix Lestrange. Hann sá ljós í fjarska. Hann vissi af reynslunni að þarna var veitingastaðurinn Matarskálinn. En hann gat ekki komið við í Skálanum núna, hann varð að fara huldu höfði. Hann ætlaði að fara að hlaupa yfir götuna og inn í einn enn stíg þegar hann heyrði nokkuð sem lét blóðið í honum frjósa. Hár skellur hafði glumið við og því næst bölvaði einhver. Stór skuggi hafði myndast á miðri götunni og fæturnir leiddu að uppsprettu hljóðsins. Annar skellur bar við og stærri skuggi myndaðist eins og úr heiðskíru loftinu. “Hvað gerðist?”, spurði dimm karlmannsrödd. “Lenti á akkeri”,sagði kvenmannsrödd. Það var ekki um annað að villast, hugsaði Mundungus ráðvilltur. Lestrange hjónin voru komin. Hann heyrði Bellatrix umla eitthvað og sá í skugganum að hún sveiflaði hendinni á flókinn hátt og grannur trésproti stakkst út um mjóslegna hendina.
- “Mundi!”, kallaði hún og lét röddina hljóma sönglandi og oflátslega. “Mundi! Þú getur falið þig en þú getur sannarlega ekki flúið.” Mundungus andvarpaði í hljóði. Auðvitað myndi hún ótilflytja svæðið. Hann prufaði að taka eitt skref frá götunni, en allt kom fyrir ekki. Vonarneistinn slökknaði í brjósti hans þegar hann áttaði sig á því að Bellatrix hafði vitað hvað hún hafði verið að gera. Hann pírði augun í átt að veitingastaðnum. Það var aðeins eitt hlið á milli hans og Skálans og ef hann kæmist yfir hliðið gæti hann líklegast tilflust. Hann gaut augunum aftur á skuggana sem færðust sífellt nær. Hann andvarpaði aftur í hljóði. Bara ef hann hefði ekki misst huliðsskykkjuna. En hann varð að spretta. Hann hljóp í sig kjarki. Núna! Hann hljóp af stað. Yfir götuna og fyrir hornið á næsta gám. Lestrange hjónin höfðu greinilega búist við þessu því að hann var ekki fyrr kominn fyrir hornið en hann heyrði tvær bölvanir lenda á staðnum þar sem hann hafði verið auglabliki áður. Hann mátti engan tíma missa. Hliðið var ennþá í 100 metra fjarlægð. Hann hljóp eins og fætur toguðu á milli gámna og heyrði bölvanir frá hjónunum skella á stéttina fyrir neðan sig. Hræðslan var í hámarki, sérstaklega þegar hann sá rautt ljós hendast fyrir ofan sig og fann sterka brunalykt; hárið á honum hafði sviðnað. Hann var næstum kominn að hliðinu. Hann stökk seinasta meterinn en sér til skelfingar fann hann hvernig ein bölvunin hitti hann beint í bakið. Hann kastaðist fram af við og lenti á harðri stéttinnu. Lestrange hjónin höfðu elt hann uppi. En það bíttaði engu. Hann tilfluttist fyrir framan nefið á þeim.
Hann var hólpinn. Í bili.
, og samt ekki.