Já, já, mikið rétt, þetta eru ekki nýjar fréttir en það er algjör óþarfi að úthúða fólki fyrir það. Á hverjum degi eru æ fleiri að uppgvöta töfraveröld Harry Potter bókanna, þeir eru ekki búnir að fara í gegnum áralangar vangaveltur og útskýringar á hverri einustu settningu sem drottning vor hefur skrifað. Því er æskliegt og bara gaman að því þegar þeir komast að sömu niðurstöðu og Harry Potter heimurinn komst að árum áður, það þýðir það eitt að þetta fólk er orðinn hluti af þeim heimi, því samfélagi.
Um þessa ákveðnu ályktun þá er gaman frá því að segja að árið 2000 vann ég með miklum HP áhugamanni og í stað þess að vinna eyddum við tíma okkar í að kryfja það sem við vissum. Þá komumst við að þeirri niðurstöðu að barþjónnin væri bróðir Dumbledore, sem síðar, 4 árum síðar við fengum staðfestingu á. Það er takið fram þegar þau fyrst koma inn á barinn að barþjónnin lyktaði eins og geit. Þegar Dumbledore er að hugga Hagrid segir hann að bróðir hans hafi verið útskúfaður fyrir varhugavert athæfi með dýrum. Þetta var allt sem segja þurfti. Það hvernig eða hvenær aðdáandi uppgvötar enn eina snilldar vísbendinguna frá J.K. kemur málinu lítið við, og vill ég því hvetja fólk til þess að halda áfram að segja frá uppgvötunum sínum, þótt líklegast sé að þær hafi komið fram nokkrum árum áður. Fyrir marga verða það nýjar fréttir, fyrir okkur hin ætti það að verða ánægjuleg upprifjun, og vekja upp gamlar minningar.
Voldemort is my past, present and future.