Vandamálið er bara að það er ekki Harry Potter aðdáandi sem er að gera myndirnar heldur fólk sem vill græða á þessu. Myndirnar líða fyrir það. Það er reynt að auka á spennu og ævintýraleg atriði en mikilvægum atriðum í söguþræðinum sleppt í staðinn. Það væri svo vel hægt að gera þetta miklu betur. Ég gæti það kannski ekki, enda hef ég ekki ætlað mér að gera kvikmyndir, en Peter Jackson og Andrew Adamson hafa sýnt það og sannað með LOTR og Narníu að það er vel hægt að gera myndir eftir bókum án þess að fara svona illa með söguþráðinn.
Kveðja
Tzipporah