Ok, þér finst þetta vera leiðinlegir karakterar og ekkert méð það, það hafa allir mismunandi skoðannir og ég er bara alls ekki sammála þér :)
Ég skil að þér finnist Dobby frekar leiðinlegur karakter og ég var frekar pirruð á honum fyrst en núna hefur skoðun mín breyst, þótt hann hafi komið Harry og fleirum í klípu, þá reynir hann alltaf sitt besta, og ég veit að hann mundi fórna lífi sínu fyrir Harry.
En þetta með að þér finnist Hagrid leiðinlegur skil ég ekki. Hagrid er ekki menntaður kennari og er þess vegna ekki strangur á allar reglur. Það sérstaka sem er við Hagrid er að hann er mjög stór og óhugnalegur, en mjög viðkvæmur og blíður maður/risi. Mér finst það mjög heillandi, og sýnir það að fólk er ekki alltaf eins og það er séð.
Já, kóngulærnar voru næstum búnar að éta Harry Potter og Ron, og ég hef ofty hugsað: “Hagrid! Hvað ertu eiginlega að hugsa!!” En allir hafa sína galla, og þetta er einn af hans. Ég hef oft verið hrædd um að Hagrid skildi deyja, og mér mundi þykja það mikill missir.
..held ég hafi aldrei skrifað svona mikið hérna, hehe :-)
An eye for an eye makes the whole world blind