Mikið þykir mér leitt að hafa ekki skoðað þennan kork fyrr.
Í fyrsta lagi:
Jesús endurholdgaðist ekki. Hann reis upp frá dauðum. Það er allt annað mál. Endurholdgun er það sem Hindúar trúa að gerist eftir dauðan þegar einstaklingur deyr en sálin snýr aftur í öðrum líkama. Jesús gerði það ekki. Hann dó, sigraði dauðan og reis upp á ný í sama líkama. Hann reis upp frá dauðum en endurholdgaðist ekki.
Í öðru lagi þá bað Jesús Júdas ekki um að svíkja sig, hann vissi hins vegar að hann myndi svíkja hann það er annað mál. Vissulega var það nauðsynlegt að einhver sviki Jesú til að hann gæti uppfyllt spádóminn og sigrað dauðan fyrir mannkynið. Jesús gekk samt aldrei upp að honum og sagði “Hey, Júdas, ertu til í að svíkja mig?” Hann hagræddi því kannski á þann hátt að Júdas vildi svíkja hann og Guð getur hvíslað ýmsu að okkur mönnunum án þess að við áttum okkur á því.
Júdas var vissulega góður maður en hann trúði ekki lengur að Jesús væri sonur Guðs og sveik hann. Þetta var hans eigin ákvörðun. Hann iðrast stórlega eftir á og gekk út og hengdi sig.
Ef þú hefur séð Passion of Christ þá er nokkuð öflugt atriðið þar sem hann áttar sig á hvað hann hefur gert og hengir sig. Ég held að það sé nokkuð nálægt sannleikanum.
Í þriðja lagi þá er vissulega margt í Biblíunni sem er sagt í líkingum en annað eru frásagnir skrifaðar af venjulegum mönnum sem segja frá sínum upplifunum. Guðspjöllin og Postulasagan eru slíkar bækur, bréfin í Nýja Testamentinu eru sendibréf frá postulum til að uppörva og kenna öðrum kristnum. Eina ritið í Nýja Testamentinu sem byggt er á líkingum og táknum er Opinberunarbók Jóhannesar.
Guðspjöllin eru skrifuð af lærisveinum Jesú og lærisveinum þeirra og segja frá ævi og störfum Jesú og það er ekki hægt að rengja þau og segja að þau séu ekki sönn. Það er annað mál hvort að þú trúir því að þau séu ósönn eða sönn en ekkert í þeim er hægt að rengja með staðreyndum eða sönnunum.
Hvað Dumbledore og Snape varðar þá virðist núna vera sem að um “Júdasar-svik” sé að ræða og Rowling notar margt úr hinum og þessum fræðum svo það getur vel verið að hún hafi eitthvað hugsað út í það en ég efast um það.
Ég held nefninlegt að ólíkt Jesú hafi Dumbledore samið um þetta við Snape og í raun var þetta mikið erfiðara val hjá Snape en Júdasi. Því ef Snape gerði þetta ekki þá myndi hann deyja sjálfur. Snape þurfti að velja á milli mannsins sem bjargaði honum og hann lítur á sem nokkurnskonar föður og sjálfs síns. Hann vildi helst deyja sjálfur held ég en Dumbledore lét hann lofa sér hinu og nú er spurningin hvað gerist næst.
Kveðja
Tzipporah