Já…. Ég er að skoða gömul skjöl í My Documents og sendi eitthvað inn sem ég held ég hafi ekki sent inn áður, þetta er annar spuninn sem ég prófa að senda inn, þeir eru allir skrifaðir samt fyrir bók 6, t.d. þessi, en enjoy :)








Þau voru farin.
Horfin.
Koma ekki aftur.
Dáin.

Og það var honum að kenna.
Af hverju að kynnast þeim?
Af hverju að vera nálægt þeim?
Af hverju að leyfa sér að elska þau?
Af hverju að leyfa þeim að elska sig?
Þau dóu út af honum.
Hann horfði á næstum hvert einasta dráp.
Fyrst var Sirius.
Síðan frú Weasley.
Og með henni herra Weasley.
Og George Weasley.
Daginn sem þau keyptu skóladótið í Skástræti.
Daginn áður en 6. árið byrjaði.
Dráparar réðust á Skástræti þegar að hann var að koma út úr Quidditch-gæðavörum með tvíburunum, Ron, Ginny og tveimur úr varðsveitinni hans..
Þau vörðust og náðu að kasta rænuleysisálögum á þá flesta.
Verðirnir drepnir.
Aðeins einn drápari eftir.
En þá hafði dráparinn kastað drápsbölvuninni í áttina að honum.
En George kastaði sér í veg fyrir hana.
Og dó.
Á sama tíma hafði verið ráðist á herra og frú Weasley, Bill, Hermione, foreldra hennar og afganginn af varðsveitinni.
Þar dóu þrír úr varðsveitinni og herra og frú Weasley.
Hann hafði komið að þegar að drápararnir drápu herra og frú Weasley.
Og það var honum að kenna.
Enginn hafði trúað honum þá.
Ef þau hefðu bara hlustað.
Væru þau á lífi.
Þau höfðu ekki farið í skólann fyrstu vikuna.
Höfðu farið á jarðarförina og ‘leyft að jafna sig’ eins og það var orðað.
Hann skildi ekki að Ron vildi vera vinur hans.
Eða að Ginny vildi áfram vera með honum.
Eða af hverju honum var bara ekki kastað í Azkaban.
Loks fóru þau í skólann.
Þar var fólk sem hló.
Af hverju að hlæja?
Hvað er svona gott við hlátur?
En efftir nokkra mánuði byrjaði hann aftur að hlæja.
Og Ron.
Og Ginny.
En um miðjan maí hafði verið gerð árás á skólann.
Allir á fimmta ári eða eldri börðust.
Ekki allir með Dumbledore þó.
Snemma eftir að bardaginn byrjaði fékk Lupin prófessor, sem hafði verið endurráðinn, drápsbölvunina í litlaputtann.
Og dó.
Hann barðist ákafar við þetta.
Og sá nokkra úr sínu ári deyja.
Hinar tvær dularfullu Gryffindor-stelpur.
Parvati.
Seamus.
Neville.
Nokkra úr sjöunda ári.
Nokkra úr fimmta ári.
Colin.
Luna.
Nokkra úr öðrum heimavistum.
Allir kennararnir nema Trelawney, Firenze og Vector, þessir þrír kennarar höfðu ekki barist.
Og Hermione.
Hann sá Draco standa yfir henni og muldra töfraþulu.
Og það kom grænt ljós.
Og hún dó.
Þá komu skyggnarnir.
En þeim tókst ekki að koma í veg fyrir eitt dráp enn.
Ron.
Að lokum var flestum drápurunum náð en sumir höfðu verið drepnir, og sumir höfðu sloppið.
En það sem eftir var af sjötta ári var Lavander, Dean og hann úr Gryffindor, tveir strákar sem hann þekkti ekki úr Ravenclaw, Ernie, Hannah og stelpa sem hann þekkti ekki úr Hufflepuff og enginn úr Slytherin.
Þeir voru dauðir eða fangelsaðir.
Það voru jafnvel færri í hinum árunum sem börðust.
Ginny, 2 í Ravenclaw og einn úr Slytherin voru eftir á fimmta ári, og sjöunda árið hafði verið þurrkað út.
Allir voru sendir heim.
Foreldrar voru látnir sjá um að börnin kynnu að verja sig.
En á sama tíma og árásin á Hogwarts átti sér stað voru fleiri árásir gerðar.
Næstum öll fönixreglan var þurrkuð út.
Bæði Bill og Charlie dóu.
Fred var kysstur.
Percy hafði ráðist á Hogwarts.
Og Ginny.
Ron hafði náð að drepa Percy.
Allir úr varðsveitinni hans frá því fyrir fimmta árið.
Aðeins nokkrir eftir sem hann þekkti ekki neitt.
Og Dumbledore.
Hann fór ekki aftur til Dursley-fjölskyldunnar.
Þeim hafði tekist að lenda í bílslysi og voru dáin.
Hann fór til Hroðagerði með Ginny.
Hún var ein eftir.
Hann var einn eftir.
Þau voru ein eftir.
Þrátt fyrir að flestir úr reglunni hefðu dáið, þá voru jafnvel ennþá færri dráparar eftir.
Ráðuneytið hafði nefnilega drepið alla sem þeir náðu haldi á.
Þau fóru ekki út úr húsi yfir sumarið.
Hogwarts byrjaði aftur næsta haust.
Með nýjum kennurum.
Lélegum kennurum.
En þó með kennurum.
Hann lærði ekki mikið.
Hún lærði ekki mikið.
Það skipti ekki lengur máli.
Þau voru bara þarna af því að þau höfðu ekki annað að gera.
Á hrekkjavöku hafði Voldemort ráðist á skólann.
En ekki með miklu áhlaupi.
Þeir dráparar sem eftir voru komu ásamt Voldemort.
Laumuðu sér inn.
Á meðan veislan var.
Voldemort hafði tekist að kasta drápsbölvuninni í bakið á Dumbledore eftir að veislunni var lokið.
Allir drápararnir voru drepnir.
Flestir nemendurnir voru drepnir.
Það höfðu ekki nema um hundrað snúið aftur til Hogwarts.
5 lifðu hrekkjavökuna af.
Harry Potter þar á meðal.
En hann breyttist.
Því að Voldemort náði Ginny.
Fór með hana niður á Quidditch-völlinn.
Og drap hana um leið og Harry steig inn á völlinn.
Hatur.
Reiði.
Hjartasorg.
Blandað saman.
“Avada Kedavra”
Og Voldemort var dauður.
Bara svona.
Og partur af Harry.
Var dauður.
Hinn hlýi partur.
Hann leyfði sér aldrei að elska aftur.
Hann gat það ekki.
Og ef hann gat það ekki.
Af hverju áttu aðrir að geta það?
Voldemort var dauður.
En það kom annar myrkur herra.
Og enginn gat stoppað hann.
Enginn hafði krafta á borð við hann.
Hann tók yfir galdrasamfélagið.
Og kvaldi alla sem í það fæddust.
Hann tók yfir muggasamfélagið.
Og kvaldi alla sem í það fæddust.
Enginn hafði krafta á borð við hann.
Enginn gat staðið í vegi Harry Potter.


Endir.