Ég var að hugsa, í bókunum er fjallað um húsplágur, eins og garðdverga, doxa og fleira, en búa þessi kvikindi aldrei um sig í húsum hjá muggum? Mér finnst það mjög líklegt, og hvernig ættu þá muggarnir að bregðast við
ég veit ekki… það getur verið að svona húsplágur hjá galdramönnum laðast að göldrum og galdravirkni eða eitthvað þannig… þannig að þær fara bara ekki í hús án galdra… annars veit ég það ekki
já, ég held að það sé rétt hjá þessum hér fyrir ofan. ég held líka að jafnvel þótt þessar “húsplágur” væru á muggaheimilum, myndu muggarnir ekki sjá það.
Jah, samt, eins og t.d. Vitsugurnar, muggarnir sjá þær ekki en þeir finna fyrir áhrifum þeirra. Kannski eru það gnome-arnir (veit ekki hvað þeir heita á ísl.) sem eru alltaf að stela öðrum sokknum okkar úr þurrkaranum (af einhverjum ástæðum endum við alltaf uppi með ósamstæða sokka) og fela lyklana okkar og taka ódýru kúlupennana okkar. Við sjáum þá ekki en hlutirnir hverfa…
hmm… já, ætli þær laðist ekki bara meira að galdraorkunni heldur en að venjulegum muggahíbýlum. En var það samt ekki líka svoleiðis að þeir komu bara ef húsinu var ekki sinnt lengi? Black húsið hafði ekki verið þrifið lengi og þess vegna var ýmislegt farið að hreiðra um sig þar sem finnst ekki einusinni í venjulegum galdramannahúsum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..