Í könnuninni í dag (27.04.2006) er spurt hvort fólki finnist pirrandi þegar annað fólk kemur með smábörn á Harry Potter mynd í bíó því það haldi að þetta séu barnamyndir.
Ég gef höfundi þó hrós fyrir það að hafa valmöguleikann “Nei, þetta eru barnamyndir með” og að sjálfs0gðu valdi ég hann.
Ég sá það líka að 59 % fólks sagðist vera pirrað á fólki sem tekur börn með.
Ég spyr: Hvað eru Harry Potter myndirnar ef ekki smábarnamyndir? Að mínu mati er það þetta sem gerir þær að (lélegum)barnamyndum:
Leikstjóraval, leikaraval, útskipting á leikurum, breyting á söguþræði(þarf kannski að vera). Og sérstaklega (á kannski heima með breytingu á söguþræði en…) það að galdramenn ganga ú mugga fötum, WTF?!
Það er alveg ljóst að bækurnar eru ekki lengur barnabækur. Og það að reyna að halda myndunum í því fari er bara glæpur að mínu mati.