sko, þegar Harry og Dumbledore fóru í þankalaugina einhverntímann, sáu þeir þegar yngri útgáfan af Dumbledore var að segja Voldemort(sem þá hét reyndar einungis Tom Riddle) hvernig hann ætti að komast til Skástrætis. Hann sagði svo eitthvað í líkingu við að ef Tom lenti í einhverjum vandræðum með það, ætti hann bara að spyrja Tom, barþjóninn á Leka Seiðpottinum. Í bókum 1-5 (veit reyndar ekki hvort hann kom fyrir í þeim öllum) hét barþjónninn alltaf Tom. En í bók sex þurfti svo að breyta nafninu í Trevor. Þegar Dumbledore nefndi nafnið “Tom” gretti Voldemort sig víst, sem átti að gefa í skyn að honum þætti helvíti skítt að heita það sama og margir aðrir.
Manstu?