Æj, ég veit það ekki. Annars hef ég bara séð hverja mynd einu sinni, nema þá fyrstu einu og hálfu sinni og það hálfa á íslensku… ekki til bóta.
Hins vegar er fyrsta myndin sú eina sem ég var ekki vonsvikin yfir. Það þarf svo sem ekki að þýða mikið því það var áður en ég fór að sökkva mér svona út í fandom-ið svo ég veit ekki hvernig hún færi í mig í dag…
Langar líka ekkert sérlega að komast að því.
Dóttir mín kom hins vegar heim frá vinkonu sinni um daginn, búin að horfa á fyrstu myndina. Ég var ekki sátt. Ég var búin að ákveða að hún fengi ekki að sjá þessar myndir fyrr en hún væri búin að lesa bækurnar og þær vil ég ekki að hún lesi (eða að ég lesi með henni) fyrr en hún er í að minnsta kosti 8-10 ára. Og ég var búin að segja henni það. Hún lofaði því eftir þetta að horfa ekki á fleiri án mín og láta þetta eiga sig þar til hún gæti lesið bækurnar með mér því ég sagði henni að það væri þúsund sinnum skemmtilegra.
Var alveg pirruð út í pabbann sem leyfði þeim að horfa á þetta rusl.
Úff… nóg af ranting í bili.
Kveðja
Tzipporah