Ég hef ákveðið að gefa Lífinu góðan frítíma, þar sem ég sit föst og hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera næst. Þegar ég byrjaði á þessari sögu fyrir, hvað er það, tveimur til þremur árum var ég talsvert óþroskaðri og með allt öðruvísi ritstíl en ég er með núna. Mig langar einfaldlega að breyta allt of mörgum hlutum í sambandi við þessa sögu. Mér datt í hug að byrja upp á nýtt en þegar kom að því var ég einfaldlega of löt til þess ;) Ég sest reglulega niður og reyni að skrifa eitthvað en þegar ég les það yfir hljómar það allt svo kjánalega að ég gefst upp. Sem sökkar vegna þess að ég lofaði sjálfri mér að hætta ekki í miðri sögu. Málið er að ég veit bara ekki hvernig ég á að koma frá mér afganginum af sögunni. Ég reiknaði með u.þ.b. tveimur köflum í viðbót en þar sem mér hættir til að skrifa ótrúlegar langlokur um hluti sem skipta ekki neinu máli verða það líklega langir kaflar þegar ég loksins nenni að klára þá. Ellefti kafli er kominn langt á veg en hefur setið fastur undanfarna fjóra mánuði eða svo. Kannski þegar ég er búin með samræmdu prófin í vor tek ég mig til og klára þetta.
Þannig ég bið bara alla Hugara sem fylgdust með sögunni á sínum tíma að senda mér jákvæða strauma og reka mig áfram. Því ég veit nákvæmlega hvernig ég enda söguna, á bara í vandræðum með að komast þangað.
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,