Sko, þar sem núna hefur fjölgað gríðarlega mikið í spunum hérna á áhugamálinu og spunar leggja nú alveg undir sig greinakubbinn þannig að ég sting upp á að búa til sér spunakubb þar sem hægt verði að senda inn spuna eins og grein.
Jú, en ég held að hann/hún sé að meina að það komi sérstakur korkur sem innialdi BARA spuna, ekki eitthverjar spurningar um spuna…… Held það sko bara :S
Sko, þessi kubbar eru þannig að það fá bara örfáir að senda inn á þá og þeir eru ekki ritskoðaðir af stjórnendum. Það væri reyndar mögulegt ef einhver ákveðinn aðili sem allir stjórnendur treysta fengi að hafa sér kubb bara fyrir sinn spuna eða sín ritverk, en það yrði ekkert sem allir hinir fengju að hafa.
Btw. það var einu sinni þannig kubbur en eftir að reglurnar voru hertar þá var hann tekinn í burtu því að það var enginn tilgangur með honum.
Það var þannig einusinni en honum var lokað.. Það voru gerðar of háar kröfur og það komust allt of fáir spunar inn ;Þ En spurningin er myndu ekki vera nokkuð lítið hér inná ef Áhugaspunar yrðu sér áhugamál?
Þetta er umræða sem var uppi í langan tíma áður en við hertum reglurnar á spununum á greinakubbinn.
Málið er að það er ekki hægt að hafa fleiri en einn greinakubb með aðsendu efni sem adminar fara yfir. Aðrir kubbar eru þannig uppbyggðir að fólkið sem fær leyfi til að senda inn á þá gerir það óritskoðað og það geta ekki allir fengið leyfi til að senda efni inn á slíka kubba. Þessvegna ákváðum við adminarnir að herða reglurnar þannig að einungis spunar sem okkur finnast góðir fara inn á greinakubbinn, til að minnka það mikla flæði sem var þar. Aðrir spunar fara inn á spunakorkinn. Þangað fara líka spunar frá höfundum sem vilja ekki senda inn útdrátt eða vilja fá að senda inn óritskoðað.
Þannig höfum við dregið verulega úr spunaflóðinu á greinakubbinum en það verður að segjast eins og er að ef ekki væri fyrir spunana væri þetta áhugamál frekar dautt…
Vá hvað ég er til í það, þá geta spunarnir mínir virkilega fengið þá athygli sem þeir eiga skilið, í staðinn fyrir þetta krummaskuð sem þið hinir áhugaspunarar kallið KORKAHORNIÐ; ÉG HEF TALAÐ MÍNU MÁLI!
Sorry vinurinn, en meðan þú fylgir ekki spunaboðorðunum þá kæmistu aldrei inná slíkann kubb… Síðast þegar það var þannig kubbur þá komust bara 3-4 notendur inná hann…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..