Ok, þá mæli ég með þessum:
“The lost generation” sem má finna hér:
http://www.fanfiction.net/s/789839/1/fjallar um Lily, James, Sirius, Lupin, Peter, Snape, Bill og Charlie og fleiri á þeirra skólagöngu, heldur svo reyndar áfram og skrifar um Harry í framhaldi af því. Mjög skemmtilegt. Þetta er skrifað eftir fjórðu bókina svo það er ýmislegt sem vantar inn í söguna sem við vitum í dag, t.d. heitir mamma Nevilles Gemma en ekki Alice einfaldlega því nafnið hennar kemur ekki fram fyrr en í fimmtu bókinni. Frú Figg er galdrakona en ekki squibbi eins og við fáum að vita í fimmtubókinni og ýmislegt þannig. Samt mjög gaman að þessum spunum.
Svo er það nátturlega “This time around” sem má finna hér:
http://www.fanfiction.net/s/1762337/1/Hann fjallar um Hermione Granger sem fer aftur í tíman og hittir James, Lily, Lupin, Sirius og co. Mjög skemmtilegur spuni.
Þetta eru þeir sem ég hef lesið og haft hvað mesta ánægju af, annarsstaðar en hér á huga, þ.e.
Annars finnst mér lang mest gaman að skrifa spuna og minna gaman að lesa þá núorðið… þarf að fara að gera meira af því…
En góða skemmtun
Kveðja
Tzipporah