Þessar myndir eru bara alls ekki að gera sig að mínu mati.
Nokkrir góðir leikarar sem eru að halda þessu uppi.
Allan Rickman - Snape - bara snillingur
Jason Isaacs - Lucius Malfoy - annar snillingur, man aldrei hver hann er þegar ég sé hann, hann verður bara karakterinn sem hann leikur. Sama hvert hlutverkið er. Tók mig alveg heila myndina að fatta að hann var bæði Kafteinn Krókur og pabbinn í Pétur Pan.
Maggie Smith - prófessor Minerva McGonagall - nær sínu hlutverki drullu vel.
Í þriðju myndinni var Gary Oldman - Sirius Black - líka snillingur.
Krakkarnir standa sig nokkuð vel, flest öll.
En söguþráðurinn og afgangurinn af fullorðnuleikurunum, hraðinn og restinn af því sem gerir myndina af því sem hún er, er hreint ekki að gera sig.
Mér finnst oft eins og að til þess að spara tíma þá tali allir leikararnir helmingi hraðar. Þeir verða bara scary og ópersónulegir.
Þetta er bara bull!
Ég geri mér fulla grein fyrir því að myndir verða aldrei eins og bækur en það er hægt að gera þetta mikið mikið þúsund sinnum betur en þetta. Því til stuðnings má benda á snilldar myndirnar sem Peter Jackson gerði eftir Lord of the rings sögunum, sem ekki eru nú stuttar og nýju Narníu myndina.
Snilldar myndir eftir snilldarbókum þar sem söguþráðurinn týnist ekki en fær að njóta sín og verður ljóslifandi með hinum skemmtilegustu tæknibrellum!
Kveðja
Tzipporah
sem hefur horft á allar HP myndirnar og alltaf orðið fyrir vonbrigðum.