Ekki segja mér að þú hafir ekki séð að Harry og Ginny myndu byrja saman og hvað þá að Hermione og Ron voru sköpuð fyrir hvort annað allt frá fyrstu bók???
Ertu algerlega rómantísktblind(ur)?
Hvað varðar Snape og Dumbledore þá ætla ég að leyfa mér að krosspósta hér svari sem ég setti inn um daginn… (ég má það þó það sé almennt ekki vel séð…):
Vissi Dumbledore þetta ekki allt fyrir?
Var hann ekki bara að plana þetta allt?
Var Snape ekki bara partur af planinu?
Snape fékk loksins að kenna varnir gegn illu öflunum, afhverju núna eftir öll þessi ár?
Dumbledore vissi að staðan var bölvuð og sá sem gengdi henni þurfti alltaf að yfirgefa skólann eftir eitt ár. Hingað til hafði Snape ekki fengið stöðuna út af því að Dumbledore var hræddur um að hann yrði aftur vondur… hljómar það ekkert kjánalega í þínum eyrum? Auðvitað var Dumbledore bara að vernda Snape því hann vissi að ef Snape færi í að kenna varnir gegn illu öflunum þyrfti hann að yfirgefa skólann og þá gæti Dumbledore ekki verndað hann lengur. Dumbledor hlýtur því að hafa vitað að Snape gæti ekki verið í skólanum meira en eitt ár og því gaf hann honum stöðuna sem hann langaði svo mikið í.
Er Snape vondur? Jafnvel eftir að hann drepur Dumbledore (ef hann þá gerði það í raun og veru) þá er hann enn að kenna Harry. Hann segir við hann, ekki segja upphátt galdrana sem þú ert að nota, eða eitthvað í þá áttina. Afhverju ætti hann að vera að vinna að því að gera Harry sterkari ef hann er vondur? Er hann ekki bara að vernda Draco? Var það ekki það sem Dumbledore sagði honum að gera? Var það ekki það sem þeir voru að rífast um í skóginum þegar Hagrid sá þá?
Margt til að hugsa um.
En það er ekki skrýtið að Dumbledore sé dáinn (eða virðist dáinn) því í svona sögum þarf hetjan alltaf að fara síðasta spölinn ein. Gamli gráhærði galdrakallinn þarf alltaf að deyja… rétt eins og Gandalfur. En hver veit nema Dumbledore komi aftur rétt eins og Gandalfur.
Kveðja
Tzipporah