Blehh…þessi kafli er þunglyndislegur…


Roxanne opnaði augun hægt. Hún var komin aftur í Hogwarts, jólafríið var búið.
Hún bylti sér smá, í von um að finna góða stellingu og sofna.
Eftir tíu árungurslausar mínútur settist hún upp. Hún geyspaði og hennti sænginni ofan af sér. Hún stóð upp og gekk að baðherberginu þar sem hún greiddi sér og burstaði tennurnar. Svo gekk hún aftur inn í svefnhverbergið. Hún leit á rúmið sitt. Það var laugardagur og klukkan var sjö. Hún dæsti, gekk að því og hennti sér á það. Í þetta sinn sofnaði hún strax.

*-*

“Roxanne, vaknaðu! Klukkan er tvö!” Roxanne bandaði hendinni frá sér, en hitti ekki neitt.
“Roxanne! EKKI lemja mig! Stattu UPP!” Hún gaf frá sér hljóð sem gerði það mjög augljóst að hún var pirruð, áður en hún opnaði augun. Og leit á hvern sem það var sem hafði verið að vekja hana.
Ashley.
“Ég vil sofa!” muldraði hún eins og fimm ára krakki,
“Og ég vil verða Bretadrottning, en því miður fáum við ekki alltaf það sem við viljum. Klæddu þig! Ég fann svolítið!” Roxanne veifaði bara hendinni í ‘jájá…ég er alveg að koma’ hreyfingu. Ashley stóð upp,
“Vertu fljót! Þetta er um mömmu þína!”
Í þetta skiptið settist Roxanne aðeins of hratt upp. Hana svimaði smá, en hún stóð upp og hljóp inná baðherbergi.
Þegar hún kom aftur út hafði hún skipt úr náttfötunum sínum yfir í svarta Hogwartsskikkju.
“Út með það!” sagði hún spennt. Ashley, sem sat núna á rúminu, lét sem hún hugsaði um það.
“Veistu…ég er ekki alveg viss hvort ég muni þetta alveg…ég meina, það er nú dálítið langt síðan ég fann þetta út…” sagði hún hugsi. Roxanne sendi henni kalt augnaráð.
“Geeez! Ekki drepa mig hérna!” muldraði Ashley. Roxanne ranghvolfdi augunum.
“Talaðu,”
“Ehh…ég er ekki besta manneskjan til að segja þér þetta…en þar sem ég er nærri sú eina sem veit þetta þá þarf ég það víst…umm…þú skilur…þetta er sko…ehh…ég get auðvitað ekki verið alveg viss um að þetta sé rétt…” Ashley var byrjuð að tala við loftið.
“Ashley. Segðu mér. Núna.” Sagði Roxanne í hættulega lágum tón.
“Ehh…” Roxanne hafði aldrei séð hana svona taugatrekkta.
“Ashley…”
“Ég get ekki sagt þér! Ég…ég…ég skrifa það niður! Ég skal skrifa það niður!”
Hún stökk upp og náði í fjaðurpenna og pergament. Hún byrjaði að skrifa eins og helvíti væri á hælunum á henni.
Roxanne stóð óþolinmóð, hendurnar í kross.
Eftir rúmar tíu mínútur lagði Ashley frá sér pennann. Hún stóð upp af skrifborðstólnum sem hún hafði sitið á og sneri sér hægt að Roxanne.
“Fyrirgefðu,” hvíslaði hún. Hún rétti Roxanne miðann og gekk út.
Roxanne horfði á eftir henni í smástund áður en hún opnaði miðann hægt.
Húin las það sem stóð þarna. Hún fann tárin byggjast upp, en hún leyfði þeim ekki að renna. Hún dró djúpt andann. Hún gekk út úr herberginu og niður í the common room (man ekki hvað það er kallað). Ashley sat þar, bíðandi þolinmóð á sófanum. Roxanne gekk til hennar og settist við hliðina á henni. Hún starði á hana.
“Gerðu það, segðu að þetta sé ekki satt,” hvíslaði Roxanne, biðjandi röddu. Ashley var hikandi, hún vissi hversu illa henni leið.
“Því miður. Ég leitaði í bókum, á mugganetinu, fór í gegnum bréfin…svo fann ég síðasta bréfið á botninum á kassanum sem þú lést mig fá…þennan með öllum bréfunum til mömmu þinnar, það virtist vera tómt. Leyniskrift, skrifuð á mugga háttinn. Þannig er ólíklegra að galdramenn finni hana. Hún er skrifuð með strokleðri, svo er einfaldlega sítrónusafa helt á hana. Enginn hreinræktraður galdramaður getur fundið hana,” sagði hún. Roxanne horfði á hana skilningssljó.
Svo var eins og hún áttaði sig.
“Sýndu mér bréfið, gerðu það!” hvíslaði hún, hásri röddu. Ashley hikaði aftur, áður en hún stakk hendinni í vasann og dró upp bréf. Hún rétti Roxanne það.
Roxanne dró djúpt andann. Hendurnar á henni skulfu. Hún opnaði bréfið varlega og las. “En…en…þetta er ekki til mömmu…” muldraði hún, um leið og hún las fyrstu setninguna. “Ég veit það…haltu bara áfram,”
Hún gerði eins og henni var sagt. Augun fylltust af tárum, en hún hélt aftur að þeim. Þegar hún hafði klárað bréfið leit hún út eins og hún hafði séð persónu myrta á hrottafullan hátt.

And just like that…a persons life comes crashing down…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*