Roxanne opnaði augun. Hún lá í rúminu sínu, heima. Hún var kyrr í smástund, áður en hún áttaði sig.
Það voru jól.
Hún spratt upp, hljóp út úr herberginu og stökk niður stigan. Þarna, á miðju stofugólfinu, var stórt, grænt jólatré. Undir því var pakkahrúga. Hún brosti. Hún gekk hægt í áttina að hrúgunni, áður en hún stoppaði og tók upp risastóran pakka, vafðan inn í himinbláan pappír og rauða slaufu.
Hún las á kortið.
Elsku Severus…
Hún hafði ekki fyrir því að lesa lengra áður en hún hennti pakkanum aftur í hrúguna og tók upp þann næsta. Hann var ekki jafn stór, og hann var pakkaður inn í rauðan og svartan pappír.
Kæri Severus…
Hún hennti pakkanum aftur í hrúguna. Svo tók hún þann næsta. Hann var líka til Severusar. Og sá næsti. Og sá næsti.
Eftir að hafa farið í gegnum tíu pakka, fann hún loks einn lítinn kassa sem stóð á:
Kæra Roxanne
Gleðileg jól og farsælt komandi ár, (eða hvað sem er sagt…það er alltof langt síðan ég skrifaði síðast á jólakort…)
Vonandi er gaman hjá þér, og vonandi finnst þér gjöfin flott.
Þín vinkona
Ashley
Roxanne brosti, áður en hún reif bleikan pappírinn af. Þetta var lítill kassi, eins og þessir með hringjunum. Hún opnaði hann og starði. Þetta var silfur hálsmen með bleiku hjarta. Hún tók það varlega upp og festi það um hálsinn á sér, brosandi.
Svo tók hún annan pakka og las á kortið,
Roxanne
Gleðileg jól og allt það…það tók mig tvo klukkutíma að finna eitthvað handa þér. TVO! (Allt í lagi…kannski var ég að borða á meðan og skoða aðra hluti, en þú þarft ekkert að vita það…).
Ég er enn ekki alveg sáttur við þessa gjöf, en við þurfum bara að lifa með því.
Ethan (Ef þið munið ekki hver Ethan er, farið þá hingað )
Hún brosti þegar hún tók utan af litlum bangsa, með rauða slaufu. Hún setti hann í fangið á sér og hélt áfram að róta í gegnum hrúguna.
Roxy
Ahh…listin að skrifa á kort…ég kann það ekki…en maður getur ekki verið góður í öllu, ekki satt?
Nikki
Hún tók utan af pakkanum. Þetta var úr, ólin var svört en saumarnir voru grænir (hver í ósköpunum fann þetta upp?). Klukkan sjálf var silfurlituð, en vísarnir voru grænir á svörtum grunni. Hún setti úrið á sig og hélt áfram að opna pakka.
Eftir hálftíma hafði hún fengið þrjár bækur frá ömmu og afa Snape, systur Arethu og annarri frænku sinni. Hún hafði líka fengið peysu, tæki til að slípa sprota og – einhverra óútskýranlegra hluta vegna – linsur.
Hún stóð brosandi upp og gekk inn í eldhús. Severus var ekki enn vaknaður, og amma hennar og afi voru ekki komin. Hún kveikti á útvarpinu rétt á þeim tíma sem útvarpsgaurinn sagði: ‘’Næst skulum við hlusta á Calling Elvis með Dire Straits!’’
Hún dæsti og slökkti á útvarpinu. En tónlistin hætti ekki. Hún leit í kringum sig. Þá fann hún að úrið hennar titraði. Hún leit á það, og sá sér til furðu að það var að spila lagið. Hún starði á það í smá stund, áður en hún sagði ‘’Stopp,’’
Lagið stoppaði.
Hún starði.
Svo yppti hún bara öxlum. Svona er galdraheimurinn…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*